Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 60

Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 60
58 VALSBLAÐIÐ um við R&nges-félagar hans undr- andi og dáðumst að knattmeðferð hans. Það var engu líkara en að knött- urinn væri bundinn með snúru við fætur hans. Hann var eins góður, ef ekki betri en Stanley Matthews og Willie Redpath og ég myndi setja hann í sama flokk og þessa góðu leikmenn. Valcti athygli fyrir fleira en snilli á velli. Frönsk blöð ræddu um fleira er snerti Albert en það sem hann sýndi i meðferð knattarins. Þegar blaðið er í gegnum þessar blaða- úrklippur, kemur skýrt fram að Albert nýtur virðingar blaða- mannanna langt út fyrir knatt- spyrnuna. Þeir kynnast því fljót- lega að hann kann ensku, hann tal- ar einnig sænsku, og getur bjargað sér á þýzku. Það er yfir honum viss menningarbragur sem er sjald- gæfur meðal venjulegra franskra atvinnumanna. Þetta meta þeir og virða, og oft ávarpa þeir hann Monsieur (herra) Albert, sem einnig er alveg óvenjulegt með at- vinnumenn í knattspyrnu. Þeir slá því föstu að ró hans og festa í leik, hverju sem á gengur stafi af menntun hans og gáfum, og þeir virðast kunna mjög vel að meta það. Einnig er þeim tíðrætt um reglu- semi hans, þar sem hann biður um mjólk þegar öðrum eru veitt vín, Heimsborgarinn og diplomaiinn, eins og Frakkar sáu Albert utan vallar sem innan. og margar myndir komu í blöðum þar sem Albert drekkur sína mjólk. Fara hér á eftir nokkrar glefsur um þessi atriði. . .Heimsborgari. .... Þekkið þið nokkra knatt- spyrnumenn (eða jafnvel forráða- menn þeirra) sem ekki líta á íþróttafréttamenn, sem andstæð- inga sína, reiðubúna með hvers- konar aðfinnslur, heldur sem sam- starfsmenn, er vinna að sama áhugamáli. Við lögðum þessa spurningu fyrir nokkra samstarfs- menn okkar og fengum aðeins eitt svar: Guðmundsson, íslendingur- inn hjá Racing Club de París, er sannkallaður „gentlemaður". Hann hefur jafnfágaða fram- komu á vellinum og við hvaða tæki- færi sem er. Þegar einhver okkar hefur ekki verið ánægður með frammistöðu hans á vellinum, þá setur hann ekki upp neinn merkis- svip, og er ekki með neina fýlu eða leitandi að þúsund afsökunum fyr- ir sjálfan sig. Eftir hvern leik þá þakkar hann dómaranum fyrir með handabandi og talar glaðlega við mótherjana sína. Ef þú ætlar að hitta hann á ákveðnum stað og tíma, þá kemur hann á réttum tíma. Ef honum er boðið til sam- kvæmis þá kemur hann fram eins og heimsborgari. Vitið þið það að sumir Racing-leikmenn álasa hon um fyrir að vera svona nákvæmur í einu og öllu... „Gentleman“ vallarins. —Það er íslendingurinn hjá Racing sem átt er við. Á sunnu- daginn í Reims, vildu sumir sam- herjar hans óska honum til ham- ingju með mark sem gert var, en hann benti þeim á það að beina þakklæti sínu til Bruey (sam- herja), sem hefði átt þakkir skild- ar fyrir að hafa undirbúið jarðveg- inn fyrir sig. Litlu síðar vildi það til inni á vítateig Reims, að hann rak hæl- inn í markmanninn svo hann féll við, en áður en Reims-leikmönnum vannst tími til að gera dómaranum aðvart, hafði Guðmundsson sjálf- ur veifað til hans, og yfirgaf ekki markmanninn fyrr en hann hafði náð í hendi hans til að biðja hann afsökunar. Bæði leikmenn og áhorfendur kunnu vel að meta þetta dreng- skaparbragð Monsieur Alberts. — Þeim semur vel í Nancy, Guð- mundssyni, sem drekkur mjólk, og Dr. Boileau, sem drekkur rauðvín. .... En Dr. Boileau, sem þigg- ur gjarnan góðan mat og vínglas með, hefur áhyggjur af þessum uppeldissyni sínum, sem drekkur aðeins mjólk. Eftir sigur Nancy móti Stade-France, lyfti Albert tómu kampavínsglasi til heiðurs félagi sínu. Guðmundsson, sem er aðlaðandi ungur maður, eyðir frístundum sínum við frönskunám hjá Dr. Boileau, sem fær í staðinn æfingu í ensku. Nancy-búar munu sjá Monsieur Þegar félagar Alberls báSu um vín, pantaSi Albert mjólk, öllum til undrunar, og blöSunum þótti þetta fréttaefni, og birtu myndir af Albert meS mjólkur- glasið sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.