Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 60
58
VALSBLAÐIÐ
um við R&nges-félagar hans undr-
andi og dáðumst að knattmeðferð
hans.
Það var engu líkara en að knött-
urinn væri bundinn með snúru við
fætur hans. Hann var eins góður,
ef ekki betri en Stanley Matthews
og Willie Redpath og ég myndi
setja hann í sama flokk og þessa
góðu leikmenn.
Valcti athygli fyrir fleira en
snilli á velli.
Frönsk blöð ræddu um fleira er
snerti Albert en það sem hann
sýndi i meðferð knattarins. Þegar
blaðið er í gegnum þessar blaða-
úrklippur, kemur skýrt fram að
Albert nýtur virðingar blaða-
mannanna langt út fyrir knatt-
spyrnuna. Þeir kynnast því fljót-
lega að hann kann ensku, hann tal-
ar einnig sænsku, og getur bjargað
sér á þýzku. Það er yfir honum viss
menningarbragur sem er sjald-
gæfur meðal venjulegra franskra
atvinnumanna. Þetta meta þeir og
virða, og oft ávarpa þeir hann
Monsieur (herra) Albert, sem
einnig er alveg óvenjulegt með at-
vinnumenn í knattspyrnu.
Þeir slá því föstu að ró hans og
festa í leik, hverju sem á gengur
stafi af menntun hans og gáfum,
og þeir virðast kunna mjög vel að
meta það.
Einnig er þeim tíðrætt um reglu-
semi hans, þar sem hann biður um
mjólk þegar öðrum eru veitt vín,
Heimsborgarinn og diplomaiinn, eins og
Frakkar sáu Albert utan vallar sem innan.
og margar myndir komu í blöðum
þar sem Albert drekkur sína
mjólk.
Fara hér á eftir nokkrar glefsur
um þessi atriði.
. .Heimsborgari.
.... Þekkið þið nokkra knatt-
spyrnumenn (eða jafnvel forráða-
menn þeirra) sem ekki líta á
íþróttafréttamenn, sem andstæð-
inga sína, reiðubúna með hvers-
konar aðfinnslur, heldur sem sam-
starfsmenn, er vinna að sama
áhugamáli. Við lögðum þessa
spurningu fyrir nokkra samstarfs-
menn okkar og fengum aðeins eitt
svar: Guðmundsson, íslendingur-
inn hjá Racing Club de París, er
sannkallaður „gentlemaður".
Hann hefur jafnfágaða fram-
komu á vellinum og við hvaða tæki-
færi sem er. Þegar einhver okkar
hefur ekki verið ánægður með
frammistöðu hans á vellinum, þá
setur hann ekki upp neinn merkis-
svip, og er ekki með neina fýlu eða
leitandi að þúsund afsökunum fyr-
ir sjálfan sig.
Eftir hvern leik þá þakkar hann
dómaranum fyrir með handabandi
og talar glaðlega við mótherjana
sína. Ef þú ætlar að hitta hann á
ákveðnum stað og tíma, þá kemur
hann á réttum tíma.
Ef honum er boðið til sam-
kvæmis þá kemur hann fram eins
og heimsborgari. Vitið þið það að
sumir Racing-leikmenn álasa hon
um fyrir að vera svona nákvæmur
í einu og öllu...
„Gentleman“ vallarins.
—Það er íslendingurinn hjá
Racing sem átt er við. Á sunnu-
daginn í Reims, vildu sumir sam-
herjar hans óska honum til ham-
ingju með mark sem gert var, en
hann benti þeim á það að beina
þakklæti sínu til Bruey (sam-
herja), sem hefði átt þakkir skild-
ar fyrir að hafa undirbúið jarðveg-
inn fyrir sig.
Litlu síðar vildi það til inni á
vítateig Reims, að hann rak hæl-
inn í markmanninn svo hann féll
við, en áður en Reims-leikmönnum
vannst tími til að gera dómaranum
aðvart, hafði Guðmundsson sjálf-
ur veifað til hans, og yfirgaf ekki
markmanninn fyrr en hann hafði
náð í hendi hans til að biðja hann
afsökunar.
Bæði leikmenn og áhorfendur
kunnu vel að meta þetta dreng-
skaparbragð Monsieur Alberts. —
Þeim semur vel í Nancy, Guð-
mundssyni, sem drekkur mjólk,
og Dr. Boileau, sem drekkur
rauðvín.
.... En Dr. Boileau, sem þigg-
ur gjarnan góðan mat og vínglas
með, hefur áhyggjur af þessum
uppeldissyni sínum, sem drekkur
aðeins mjólk. Eftir sigur Nancy
móti Stade-France, lyfti Albert
tómu kampavínsglasi til heiðurs
félagi sínu.
Guðmundsson, sem er aðlaðandi
ungur maður, eyðir frístundum
sínum við frönskunám hjá Dr.
Boileau, sem fær í staðinn æfingu
í ensku.
Nancy-búar munu sjá Monsieur
Þegar félagar Alberls báSu um vín, pantaSi Albert mjólk, öllum til undrunar,
og blöSunum þótti þetta fréttaefni, og birtu myndir af Albert meS mjólkur-
glasið sitt.