Valsblaðið - 24.12.1968, Side 37

Valsblaðið - 24.12.1968, Side 37
VALSBLAÐIÐ 85 átt, og var stjórnandi hans þaul- vanur sjóferðum. Var lagt af stað snemma morguns frá Reykjavík og stefnt fyrir Skaga. Ekki höfðum við lengi siglt er á skall niðaþoka, svo hvergi sá til lands, og ekkert til að átta sig á, en áfram var haldið langa stund, í áttina að Borgarnesi, að ætl- að var eða vonað. Eftir alllanga sigl- ingu, þar sem enginn vissi hvert stefndi, sjáum við koma ut úr þok- unni skerjaklasa einn mikinn, og það sem var enn merkilegra, að þeg- ar nær kom sáum við mann bera við gráan þokubakkann, þarna á sjávar- bökkunum og sló sá gras af miklum móði. Léttbátur var með í förinni, og er honum þegar skotið út og hald- ið til lands, til þess að fregna hvar við værum staddir á hnettinum, og fá góð ráð. Var þetta þá bóndi einn ofan af Mýrum, sem aflaði þarna heyja. Sagði hann að okkur hefði borið langt af leið, og bauðst liann til að taka við stjórnartaumnum og stýra hátnum til Borgarness. Tók hann þegar stjórnvölinn í sínar hendur, og kom okkur heilu og liöldnu á leiðarenda. Varð skipstjór- inn með sitt fyrirmannlega „ka- skeyti“ að skipa hinn óæðri hekk á meðan hóndinn á sínum kúskinns- skóm, stýrði fimlega fram hjá skerj- um og grynningum til fyrirheitna landsins við Brákarey. I Borgamesi átti að bíða okkar kassabíll að norðan, svo sem fyrr seg- ir, en hann var hvergi sjáanlegur. Þegar farið var að kanna málið, kom í ljós, að það ágæta farartæki komst aldrei lengra en í Öxnadalsá, þar sökk það, og náðist ekki upp fyrr en síðar. Þá er tekið til að semja um bil í Borgarnesi, og takast samningar um það að flytja okkur að Bólstaðar- hlíð, var þangað komið síðla kvölds, eftir áfallalausa ferð. Eftir skamma viðdvöl þar var haldið af stað fótgangandi yfir Stóra- Vatnsskarð og gengið lengi lengi í lognkyrri sumarnóttinni og dásam- legs litsýnis notið af háskarðinu, og ekki staðnæmzt fyrr en á hlaðinu á Víðimýri, þessum fomfræga stað, og var þá langt liðið á nóttu. Vorum við bæði svangir, þreyttir og illa haldnir eftir erfiða ferð á sjó og landi. Hugðumst við hiðjast þarna gistingar, og nokkurrar næringar ef mögulegt væri. Börðum við þrjú högg á dyr, að gömlum og góðum sveitasið, og biðum húsráðanda, en allt kom fyrir ekki, enginn kom til dyra. Varð mér þá reikað út að hinni sögufrægu torfkirkju, teygði mig upp í klukknaportið og í kólfinn, og sló honum i klukkuna, þéttingsfast. Upphófst þá hinn skærasti klukkna- hljómur, sem leið út í kyrra sumar- nóttina, en það raskaði svefnró hús- ráðanda, og varla voru hinir ómþýðu hljómar þagnaðir þegar bóndinn stóð mitt á meðal okkar eins og hefði hann sprottið upp úr jörðinni, í svell - þykkum ullarnærbuxum, skósíðum. Tókum við hann þegar tali og spurð- umst fyrir um gistingu og nokkurn heina, en bóndi var hinn erfiðasti viðfangs, og kvaðst hvorugt geta lát- ið í té. Ekki tjáði að deila við dóm- arann, fremur i þessu tilviki en öðr- um. Þótti mér þessi mín fyrsta og væntanlega síðasta klukknahringing ekki hafa orðið árangursrík. Enn var lialdið af stað, þótt þreytt- ir værum, sifjaðir og svangir. En heppnin hafði þó ekki alveg yfirgef- ið okkur, því að eftir veginum rétt fyrir utan túngarðinn á Víðimýri brunaði stásslegur vörubíll, árgerð 1927, i áttina til okkar. Hyllti þar undir freistandi sæti á palli, þótt engin væri yfirbyggingin. Gáfum við bílstjóranum merki um að stöðva, sem hann gerði. Ræddi hann við okkur góða stund og skýrði okkur frá því, að hann væri nýbúinn að ljúka bílprófi og virtist okkur sem bíllinn og hann væru færir í flestan sjó. Var nú um það samið að hann flytti okk- ur til Víðivalla til að byrja með, þar myndum við fá góðar móttökur, að því er hann upplýsti, enda varð sú raunin á. Þegar þangað kom, rétt undir morgun, og við gerðum vart við okkur, gengu heimamenn úr rúmum, og skiptu á sængurfötum í snarheitum, og hvildumst við þar svo fram undir hádegi. Þá voru fyrir okkur settar allskyns kræsingar, og nutum við þar hinnar alkunnu is- lenzku gestrisni og vinsemdar fólks- ins í hvívetna. Þessar móttökur á Víðivöllum gleymast áreiðanlega aldrei okkur sem jieirra nutum. Um hádegi er svo aftur stigið upp i hinn skagfirzka „fararskjóta“ og haldið sem leið lá yfir Öxnadalsheiði og hina hrikalegu Giljareiti þeirra tima, og gekk allt að óskum, nema hvað vegarbrúnin sprakk undan öðru afturhjóli bílsins þar sem Gilja- reitirnir voru hvað geigvænlegastir, hengiflug niður í ána! Þegar við komum að Öxnadalsá var hún í allmiklum vexti, en þar naut hæfni hílstjórans sín hvað bezt í allri ferðinni. Það leyndi sér ekki, að hann hafði oft leikið þá list að ríða straumvötn, á skagfirzkum gæð- ingum, og þræða grynningar og brot. Nú fór hann eins að, því að á þess- um nýja „fáki“ sínum þræddi hann brotin og ána upp og niður, og komst með miklum glæsibrag með allan hópinn vfir. Skaut hann heldur bet- ur vini vorum. sem átti að sækja okkur til Borgarness, ref fyrir rass. Eftir það gekk allt vel, en hitalykt mikla lagði af bílnum á öxnadals- heiði, sem gaf til kynna að „blessuð skepnan“ lagði fullmikið að sér, og þar með var þessari bráðskemmti- legu ferð lokið. tmsum heimamönnum mun ekki hafa þótt mikið til afreks okkar koma i þessari fyrstu suðurgöngu á Islands- mót, og heyra mátti innan um kveðj- urnar: KA núll! KA núll! En slikt átti eftir að taka breytingum til betri vegar, er fram í sótti, svo sem kunn- ugt er. Af þessu lauslega yfirliti, um þessa fyrstu knattspyrnuferð frá Ak- ureyri til Reykjavíkur og heim aft- ur, má sjá, að samskipti við önnur fjarlægari byggðalög kostuðu þá tíma og erfiði, sem þó enginn taldi eftir, en minnast síðar með mikilli ánægju. Dvölin i KA og íþróttalífið þar var mjög skemmtilegt, enda voru þar margir ágætir menn, og siðar þjóð- kunnir m. a. á iþróttasviðinu, sem hafa verið mér æ síðan kærir og minnistæðir. Má ]>ar nefna Hermann Stefáns- son, Tómas Steingrímsson, Helga Schiöth, .Takob Gíslason, Jón og Eðvarð Sigurgeirssyni, svo að nokkr- ir séu nefndir af mörgum útvöldum. Þess má geta hér, að á 40 ára af- mæli félagsins sýndu þeir KA-menn mér þann mikla heiður, að gera mig að heiðursfélaga, sem vissulega var meira vinarbragð en ég verðskuld- aði. En ég er mjög þakklátur fyrir þetta, um leið og mér er það mikið gleðiefni hversu KA hefir dafnað vel

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.