Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 71

Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 71
V ALSBLAÐIÐ 69 HVER ER VALSMAÐURINN ? mennirnir i sumar, sagði þessi ungi maður að lokum. Þegar við höfðum lokið þessu spjalli, var gengið um íbiiðina, og þegar komið var í svolítið ilanga stofu, þar sem ekki var sérlega mik- ið af húsgögnum, segir Kjartan: Hér er nú stundum mikið um að vera og nokkur átök i fjölskyldunni. Nú, hvað er það? spyrjum við full- ir forvitni. Hér er nokkurs konar keppnis- stofa eða salur, þótt lítill sé. Svnir mínir hafa fundið upp á þvi að vöðla saman lopaháleistum og gera úr þeim knött, sem ekkert skemmir, og veldur engum hávaða, þetta áhald nota þeir svo til að sparka á mark sem annars vegar er nokkurt bil milli miðstöðvarofns og gluggakistu, og hins vegar álíka „mark“! Er þar oft mikið kapp í kinn og veitir ýmsum betur, sagði pabbinn, og mamman brosti út und- ir eyru og virtist ekkert hafa við þetta að athuga, og það var eins og það tilheyrði heimilislífinu. Piltarn- ir stóðu svolítið afsíðis og kímdu góðlátlega, greinilega sælir yfir því að fá að „reyna sig“ þarna. Annar staður var þar og i íbúð- inni, sem tiltækilegur var í sama augnamiði, en þar var það aðallega uppblásin blaðra sem var leikfangið. Þar var það „kúnstin" að halda blöðrunni á lofti með kollinum og takmarkið var að koma henni í gegn- um dyrnar fram í aðalstofuna, eða þá í gegnum baðdyrnar. Lýsti pabb- inn því listilega þegar hann tæki þátt i þessum leik, að þá flæddi svit- inn um skrokk hans, þótt fáklæddur væri, og tilburðir hans og kunnátta vektu slíkan hlátur meðal sona sinna að undir tæki i ibúðinni. Siðan kvöddum við, fullvissir um að vart mundi önnur meiri Valsfjöl- skylda til að þessu sinni meðal Vals- manna. Eða hvað finnst ykkur? F. H. NÓGAR VÖRUR í NÓATÚNI VERZLUNIN HÁTÚNI 4a Oft hættir mér til að skipta félög- um Vals niður i nokkurskonar gæða- flokka, ef svo mætti orða það. Koma þar til menn, sem fylla þann hóp sem teljast til keppenda hverju sinni, og koma fram á vellinum og ná til- teknum árangri, sem setur vissan svip á félagið, eða eins og það oft er kallað, á ,.andlit“ félagsins. I annan stað koma svo menn, sem taka að sér störfin sem tilvera félagsins hvíl- ir á, en hafa ekki komið i knatt- spyrnuskó, og því aldrei notið leiks- ins i félaginu. I þriðja lagi kemur svo sá flokkur jieirra manna, sem um langt skeið hefir komið fram á leikvellinum með ágætum, náð árangri sem um mun- ar, og jafnvel meðan þeir koma þar fram fara þeir að taka að sér störf- in sem standa undir félaginu, og halda svo áfram þegar keppni hætt- ir, oft langtímum saman. Þennan flokk set ég efstan, og í þennan flokk set ég Valgeir Ársælsson, þegar rætt er um það „hver er Valsmaðurinn" að þessu sinni. Við munum fyrst eftir Valgeir sem litlum snáða á æfingum suður við Haukaland, á moldarvellinum þar, og hann hefir stimdum minnzt æfinganna þar svolítið kíminn á svip, þvi að þann tíð byrjuðu þær með þvi að drengimir voru látnir kasta steinum rit af vellinum, til þess að stækka hann örlítið við hverja æfingu! Ef til vill ekki stórbrotin byrjun, en táknra'n fyrir það sem síðar kom. Um langan tima iðkaði hann knatt- spyrnu, og lék þar í þriðja, öðmm og fyrsta flokki. og ennfremur iðkaði hann um langan tíma handknattleik, og komst þar í fremstu röð, varð Is- lands- og Reykjavíkurmeistari í handknattleik. Jafnhliða þessu lét hann sig jafnan félagsmálin miklu skipta, og hafði óvenju glögga inn- sýn í þau, þótt ungur væri. Það beið því ekki lengi að hann væri kjörinn í nefndir, til að vinna að málum Vals, og þá fyrst og fremst varðandi mál handknattleiksins innan félags- ins. Þegar aldur og reynsla færðist Valgeir Ársœlsson. meii'a yfir Valgeir, var hann ein- róma kjörinn í aðalstjóm félagsins og sat þar um árabil. Þar sem ann- ars staðar kom fram, að hann var fylginn sér i hverju máli, og gjör- athugull, og mun þá stundum hafa þótt svolitið uppreisnargjarn í skoð- unum, er hrófla skyldi við ein- hverju, en hann lét það ekkert á sig fá, og hélt jafnan þétt á skoðunum sínum. Valgeir hefir um langan tima ann- azt þjálfun á handknattleiksfólki, nokkuð í Val, en þó mest í Ármanni, og þá kvennaflokkinn, með ágæt.um árangri. Valgeir var um langt skeið dómari í handknattleik, og hann mun hafa verið fyrsti íslenzki alþjóðadómar- inn, sem dæmir landsleik erlendis, og var það á milli Norðmanna og Svía í kvennaflokki í úrslitaleik, en hefir nú fyrri nokkru hætt að dæma. I stjórn Handknattleikssambands Islands var hann kjörinn 1958, og hefir verið þar síðan ýmist gjaldkeri eða ritari. Þar hefir reynsla hans, raunsæi og félagslegt skyn notið sín, enda virtur á þeim stað, og maður sem tekið er tillit til. Valgeir hefir unnið fyrir heildar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.