Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 49
VALSBLAÐIÐ
47
skyndilega veikur eða snögglega
bráðkvaddur. Allt gat svo sem
skeð, þegar allt kom til alls voru
þetta aðeins dauðlegir menn. En
hið sanna upplýstist von bráðar.
Eusebio kæmi á morgun, hann
hefði aðeins þurft að leggja lykkju
á leið sína hingað, kom við á bæ,
á leið sinni, París. Nánari skýring-
ar voru ekki gefnar að sinni. Allir
drógu andann léttara.
En það sem Eusebio var að vilja
til Parísar, var að veita viðtöku
gull-knattspyrnuskó, sem tákn
sæmdar, er hann hlaut, þegar
franska stórblaðið L’Equipé kaus
lið hans, Benfica, bezta knatt-
spyrnulið Evrópu og Eusebio
„stjörnu" þess. Þannig hlaut liðið
■sérstaka viðurkenningu og Euse-
bio gullskóinn. Hann hafði því svei
mér erindi til borgarinnar við
Signu. Þetta upplýstist á blaða-
mannafundi fljótlega eftir komu
gestanna. Einnig það að forseti fé-
lagsins, framkvæmdarstjóri og
tveir blaðamenn, hefðu auk Euse-
bio verið viðstaddir þessa miklu
athöfn. Þá upplýstist það einnig,
að Eusebio hafði einnig hlotið gull-
knött blaðsins France Football, þar
sem hann var einnig kjörinn bezti
knattspyrnumaður Evrópu. En
Eusebio var markhæsti leikmaður
Evrópuliða keppninnar á s.l.
keppnistímabilii skoraði 42 mörk
en sá næsthæsti 34. Þetta voru þó
upplýsingar, sem sögðu sex, og
ekki ættu þær að draga úr forvitni
manna að koma á völlinn og sjá
annan eins afreksmann.
Að öðru leyti snérist blaðavið-
talið mest um væntanlegan leik.
Þó var, eins og er góður siður á
Islandi, fyrst talað um veðrið. En
gestirnir létu undrun sína í ljós
yfir góða veðrinu, sem þeir sögð-
ust alls ekki hafa átt von á hér á
norðurslóðum. Lítið sögðust þeir
vita um íslenzka knattspyrnu, sem
kannske ekki var von. En dálítið
þó, af skrifum blaðamanna, sem
hingað fóru eftir að leikur þeirra
og Vals var ákveðinn og af skrif-
um þeirra í portúgölsk blöð. Að-
spurðir hvort þeir ætluðu að leggja
áherslu á að skora sem flest mörk
á kostnað góðrar knattspyrnu,
sögðust þeir ætla að leggja áherzlu
á hvorttveggja, mörg mörk og
góða knattspyrnu. Þetta var vissu-
lega skörulega mælt. Þeir sögð-
ust oft áður hafa leikið við áhuga-
lið. Þeir voru upplýstir um það
að Valur væri eitt af fáum liðum
í Evrópukeppni, sem ekki hefði
tapað leik á heimavelli. Þá vissu
þeir það, en hétu því að láta slíkt
taka enda nú.
Eins og sagt var kom Eusebio
daginn eftir „á gullskónum" og
allt féll í ljúfa löð. Hann kom með
Gullfaxa og lenti á Keflavíkur-
flugvelli. Mikill var sá fögnuður
hinna fjölmörgu áhorfenda, er
þarna voru saman komnir, er hetj-
an birtist, síðastur farþega á
tröppunum. Er inní flugafgreiðsl-
una kom tóku þar á móti honum
forráðamenn Vals og fararstjórn
Benfica. Frægasti knattspyrnu-
maður heims, um þessar mundir
var kominn til Islands, það var
staðreynd. Frægasta knattspyrnu-
lið, sem hingað til hafði gist Is-
land, var stigið heilum fótum á
land vort. Allt stóð heima, sem
sagt hafði verið, af hálfu Benfica.
Meðal annars að lið þeirra væri
skipað sterkustu leikmönnum
þess, auk Eusebio, þeir Augusto,
Torres, Simoes og Coluna, svo
nokkrir séu nefndir. Allt heims-
fræg nöfn á knattspyrnusviðinu,
hver snillingurinn öðrum betri
Auðséð var að Eusebio var
slæptur eftir ferðalagið. En þrátt
fyrir það fór hann á æfingaleik,
skömmu eftir komuna, sem stóð í
rúmar tvær stundir. En til æfinga-
leiks þessa var efnt á grasvellin-
um að Hlíðarenda, og luku ,,snill-
ingarnir“ miklu lofsorði á völlinn.
Fregnin um æfingaleik þennan
barst með leifturhraða um borg-
ina, og skömmu áður en hann
hófst tók fólk að þyrpast að Hlíð-
arenda, og var þar brátt saman
komið hundruðir manna, og fólks-
straumurinn hélst viðstöðulaust
áfram. Umferðaröngþveiti mynd-
aðist brátt við Miklatorg og nær-
liggjandi götur. En alltaf fjölgaði
jafnt og þétt umhverfis völlinn að
Hlíðarenda. Skiftu áhorfendur
þúsundum áður en æfingunni var
lokið.
Daginn eftir fór svo leikurinn
fram á Laugardalsvellinum, og
hófst hann kl. 6.15 e. h. Einhver
mesta stund ísl. knattspyrnusögu
var runninn upp. íþróttaviðburð-
ur, sem þúsundir manna og kvenna
hafði beðið eftir í ofvæni í marga
daga, já margar vikur.
Tveim klukkustundum áður en
leikurinn hófst, fór fólk að
streyma á völlinn, og um þann
mund er hann hófst mátti segja að
tíundi hver Islendingur væri með-
al áhorfenda. Það var vissulega
mikilfengleg sjón að virða allan
þenna manngrúa fyrir sér úr
áhorfendastúkunni. Slíkt og því-
líkt tækifæri gefst áreiðanlega
ekki að sinni á Laugardalsvellin-
um.
Keppnisbúningur Benfica er
rauður og hvítur, eða eins og hinn
löggilti búningur Vals. En þar sem
Benfica-liðið var hér gestkomandi,
höfðu þeir rétt til að nota sinn
búning, en Valsmenn urðu aftur
á móti að hafa hamskipti, og léku
í drifhvítum búningum. Búningi,
sem minnti á heiðjökla hring.
Benfica-liðið birtist fyrst á
leikvanginum og tóku hinir fjöl-
mörgu áhorfendur á móti því með
miklu klappi og húrrahrópum. Rétt
á eftir geystust Valsmenn fram á
völlinn, harðir undir brún og á-
kveðnir í fasi. Um leið og Vals-
menn komu, upphófust margrödd-
uð hróp, köll og hvatningarorð, er
dunuðu sem rammislagur og berg-
máluðu um allan völlinn. Stemmn-
ingin var þegar í upphafi með ein-
dæmum, og steig síðan jafnt og
þétt allt til leiksloka, er fagnaðar-
lætin náðu hámarki. Aldrei hafa
íslenzkir knattspyrnuáhorfendur
gefið sér eins lausan tauminn, að
því er til eggjunar og hvatninga
tók, sem í þessum leik, og mun það
hafa haft sína þýðingu um úrslitin.
Hér átti það vel við, sem eitt
dagblaðanna, Morgunblaðið, sagði
daginn fyrir hólmgönguna í fyrir-
sögn að hvatningagrein til Vals-
manna:
„Við stöndum með Val — en
hyllum meistarana".
Um leikinn er ekki ástæða til að
fjölyrða hér. Um hann og úrslit
hans voru birtar langar greinar í
dagblöðunum þegar daginn eftir.
En að úrslitin yrðu þau að liðin
skildu jöfn, svo sem raun varð á,
eftir hörkuspennandi keppni allan