Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 34

Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 34
32 VALSBLAÐIÐ ..Þegar neyðin er slærst, þá er hjálpin nœsl“, þaS sannaSist þegar Akureyringar náSu i þennan bíl, á. göngu sinni yfir fjöllin. Brást hann hvergi, né bílstjórinn, sem kunni tök á bílnum og vegunum, og ekki sízt á vöSum ánna. Og á 60 ára afmælinu hlaut hann gullmerki Félags íþróttafréttaritara, og er þriðji maður í þeim hópi sem hlýtur þann heiður. Þá var honum á síðasta þingi ÍBR færður góður gripur af tilefni afmælisins og hon- um fluttar þakkir og ámaðaróskir af formanni bandalagsins, og KRR af- henti honum oddfána sinn á silfur- stöng, auk þess sendi KSl honum mikla og fagra blómakörfu. Af þess- ari upptalningu er ljóst, að störf Ein- ars em metin að verðleikum. Einar er kvæntur Ellen Lúðvígs- dóttur, hinni ágætustu konu, og má einnig færa henni þakkir fyrir þann tíma sem Valur hefir „tekið“ Einar frá henni í öll þessi ár. Þau eiga þrjú mannvænleg börn, sem öll eru uppkomin. F. H. 1 tilefni af þessum merku tíma- mótum í lífi Einars, fómm við í blaðnefndinni þess á leit við hann, að hann segði nokkuð frá íþrótta- og félagsmálaferli sínum, sem þegar spannar meira en hálfa öld, og öðru sem fyrir hefir borið.á þessari löngu leið. Varð Einar vel við þeirri beiðni, og fer viðtalið hér á eftir. -Ég er fæddur í Reykjavík, segir Einar, 21. maí 1908 fyrir „austan læk“ góðu heilli. Foreldrar mínir vom Bjöm Ölafsson símritari, ætt- aður úr Flúnaþingi, og Stefanía Stef- ánsdóttir frá Breiðdal austur. Ekkert man ég úr Reykjavík frá þeim dögum, því ég fluttist með for- eldrum mínum til Seyðisfjarðar þeg- ar ég var á öðru ári, og átti þar heima til ársins 1930, að ég fluttist alfarinn „suður“. Að vísu dvaldist ég hér í Reykjavík sumarlangt 1917, en man það einna helzt, að mér leiddist hér ákaflega. Á Seyðisfirði byrjaði ég að taka svolítið þátt í félagslífi, og var það i bamástúkunni „Klettafrú“. Mér þótti þá þegar gaman að vera með, og þó mun aldurinn ekki hafa verið meira en 7—8 ár. Þar komst ég einnig síðar í kynni við knattspyrn- una, þegar ég gerðist félagi í Knatt- spymufélaginu Huginn, og má segja að þar með hafi félagsmálastarfsemi min hafizt og aðdáun á knattspym- unni, sem íþróttar, og ákveðin skoð- un á bindindismálum mótazt, og bæði þessi málefni hafa síðan gengið eins og „rauður þráður“ í gegnum líf mitt, hvort sem mér hefir líkað betur eða verr, og raunar aldrei dott- ið í hug hingað til að skera á þann þráð. 1 Huginn var gott félagslíf, og mikill áhugi meðal ungra manna að æfa knattspyrnu, og menn drógu heldur ekki af sér. Vinnutíminn í þá daga var frá kl. 6 á morgnana til 6 á kvöldin, og þegar búið var að borða var tekið til við æfingarnar, sem oft stóðu framundir kl. 12 á kvöldin, meðan bjart var. Var þetta nánast eina skemmtun ungra manna um sumartímann á Seyðisfirði. Ekki var mikið um leið- beiningar á þeim árum til þess að skipuleggja „þjálfunina“, þar „söng hver með sínu nefi“, fullir ákafa og leikgleði. Það var því mikill fengur fyrir okkur að fá í kaupstaðinn mann frá Noregi, sem kunnur var knattspymunni þar í landi, kepp- andi i Osló og þaulkunnugur leik- reglum, enda viðurkenndur dómari þá. Átti hann einnig eftir að koma við sögu knattspymudómara í Reykjavík, en það var Gunnar Axels- son. Vann hann þarna við verzlun- arstörf um nokkurt skeið, og leið- beindi hann piltum, bæði um skipu- lag leiksins og ennfremur um reglur og lög knattspyrnunnar. Um þessar mundir voru ekki nein föst mót eða skipulögð keppni milli hinna ýmsu félaga á Austfjörðum, en auðvitað vildum við strákarnir reyna okkur við félög í öðrum byggðarlögum, og tókust oft samn- ingar um að fara í keppnisför í næstu byggðalög, bæði í sveit og við sjó, m. a. Héraðsbúa í Eiðaþinghá og Hjaltastaðaþinghá, og var þá far- ið á hestum, sem tók nokkra klukku- tíma. Kom það sér vel að við vorum van- ari þeim, en leikmenn AB frá Dan- mörku, sem hér voru 1919,sem kunn- ugt er af samtíma frásögnum. Leikir þessir voru mikil tilbreyt- ing og skemmtun fyrir þátttakend- ur, og mikið um að vera í kringum þá. Skiptust þar á skin og skúrir, sigrar og ósigrar, en alltaf var bar- izt og hvergi eftir gefið meðan kraft- ar entust. McirkmaSurÍTin fékk klossa í höfuSiS. Á þessum árum voru færeyskar skútur tíðir gestir á Seyðisfirði á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.