Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 48

Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 48
46 VALSBLAÐIÐ „Höndunum lyfti ég í bæn til þín“, segir í IjóÖi, og hér fylgir líkami SigurÖar Dagssonar eflir, hátt yfir alla hina. Halldór Einarsson til vinstri. hann þær upplýsingar, sem hann óskaði eftir og fyrirgreiðslu. Rit- aði hann síðan margar greinar um för sína og fræddi landa sína um Island og íslendinga og íþrótta- hreyfingu landsins, aukum knatt- spyrnuna. Var þetta vissulega landkynning. Fyrirframsala aðgöngumiða hófst svo 10 dögum fyrir leikinn. Hafði Árni Njálsson forystu um söluna og yfirstjórn hennar. Um- boðsmenn voru skipaðir víðsvegar um landið, í flestum stærri kaup- stöðunum, sem tóku á móti pönt- unum áður en hin eiginlega for- sala hófst. Það sýndi sig þegar, að áhugi á leiknum var mjög mikill; hinn margþætti áróður sagði sann- arlega til sín. Verðinu var og mjög í hóf stillt. Þegar á fyrsta klukkutímanum seldust öll stúkusæti, og fengu færri en vildu. Síðan gekk dag hvern, jafnt og þétt, á aðra að- göngumiða, stæði og barnamiða. Langar biðraðir mynduðust við miðasöluna, en salan hófst kl. 1 e. h. og stóð til kl. 6, nema leikdag- inn, þá var selt frá kl. 10. fh. til 4 e.h. Jafnhliða fór þá sala fram við Laugardalsvöllinn frá kl. 1 e. h. til þess tíma að leikurinn hófst kl. 6.15 e. h. 18. sept. Áhorfendafjöldinn reyndist vera milli 18 og 19 þúsund og hefur enn sem komið er aldrei meiri mannfjöldi sótt kappleik í Laug- ardalnum. Er þetta met, sem verð- ur seint hnekkt. Leikinn sóttu ekki aðeins fólk úr Reykjavík og nágrenni, heldur víðsvegar að af landinu, hundruð- um og þúsundum saman, frá hin- um stærri bæjum og fjölmennari byggðarlögum, m. a. af Austur- landi. Mun það og vera einsdæmi, að fólk, svo langt að geri sér það eitt til erindis til Reykjavíkur að horfa á knattspyrnukappleik. Vissulega var þetta einstök að- sókn að íþróttakeppni. Að þessu sinni sóttu ,,völlinn“ allt að tíundi hver íbúi landsins. Svarar þetta til þess að um 20 milljónir manna sæktu leik í Bandaríkjunum, en um 70 milljónir í Kína. Kapparnir koma. Hinn 16. september renndu svo gestirnir í hlaðið, á Gullfaxa Flug- félagsins. Auk stjórnar Vals, und- irbúningsnefnda og annarra fé- laga, kom margt forvitinna áhorf- enda. Skipti það hundruðum, sem komu þarna, beinlínis vegna komu Benfica. Lófaklapp hvað við frá hinum fjölmenna hópi, er liðsmenn gengu niður landganginn, einn af öðrum komu þeir í ljós, klæddir fé- lagsbúningi sínum grábláúm að lit. En hetjan mikla, Eusebio, sem menn voru fyrst og fremst komnir til að hylla, birtist ekki. Einn af öðrum tíndist út úr vélinni, en kappinn kom ekki. Hann er ekki með, hann er ekki með, hvað við frá manni til manns í næsta há- værum hvíslingum. Og talað var um svik af einum, og um að skila aftur aðgöngumiðanum sínum, af öðrum. Vissulega kom þetta illa við stjórn Vals og aðra trúnaðar- menn, sem þarna voru. Skeyti hafði borizt um það til Vals frá stjórn Benfica að allir beztu leik- menn liðsins kæmu. Hvað hafði komið fyrir. Hafði maðurinn orðið'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.