Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 44

Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 44
42 VALSBLAÐIÐ um mestu snillingum heimsbyggð- arinnar á knattspyrnusviðinu. Vissulega var Valsmönnum þetta Ijóst, það var því, í sjálfu sér, engin furða, þó að þeim skyti nokkurn skelk í bringu í fyrstu, er þeir fengu þá „óvæntu“ fregn, að kappar þessir, hinir vígdjörfu og fótfimu, sem hin frægustu lið knattspyrnuheimsins hefðu ekki staðið snúning, myndi „finna þá í fjöru“ á Laugardalsvellinum 18. september. En hér tjáði ekki um að sakast. Nú dugði ekki annað en bregðast af skörungsskap og karl- mennsku við vandanum. Berjast til þrautar og falla þá, ef svo vildi verða, með sæmd. Eftir að Valsmenn „leikir og lærðir“, eldri og yngri, höfðu jafn- að sig nokkuð eftir „sjokkið", sem hið næsta sérstæða tilvik hafði skapað þeim og mynd sú tók að dofna, sem af því leiddi og svifið hafði þeim fyrir hugskotssjónum m. a. um ótal grúa marka, þar sem Sigurður hafði ekki við að tína boltann úr netinu, eftir lát- lausa vélbyssuskothríð Eusebió og Co„ en vörn og sókn Vals léki nán- ast hlutverk „statistanna“ í leikn- um, meðan hver snillingur mót- herjanna af öðrum prjónuðu í kringum þá og framhjá þeim, með boltann á tánum, rétt eins og væri hann við þá límdur, kom upp ann- ar flötur myndarinnar í hugann. Við nánari athugun mætti Valur „í raun og sann“ vera forsjóninni þakklátur fyrir þessa „vendingu" hennar. Hér væri á ferðinni slíkir öndvegissnillingar að aldrei hefðu aðrir eins stigið fæti á íslenzkan knattspyrnuvöll. Lið, sem ekki undir öðrum kringumstæðum en sem þátttakendur í Evrópukeppni eða annarri slíkri, hefði lagt leið sína á norðurhjara. Nú myndi þó íslenzku knattspyrnuáhugafólki einu sinni gefa á að líta. Valsmenn tóku aftur gleði sína og urðu kátir við þá hugsun eina saman, að hafa þó átt sinn mikla þátt í slíku — hver svo sem úrslitin yrðu. En þau yrðu sennilega eftir öllum sól- armerkjum að dæma, aðeins á einn veg. Hér var og ólíku saman að jafna. Annarsvegar, að vísu áhugasamir, útkjálkapiltar, en hinsvegar þrautþjálfaðir atvinnu- menn og knattspyrnuheimsborg- arar. En hvað sem úrslitunum liði á vellinum, í leiknum, skyldi sýnt og sannað að höfðingjadjarfir væru heimamenn og kynnu vel að fagna góðum gestum. Undirbúningur. Undirbúningur, bæði að æfing- um og móttökum öllum, var þegar hafinn. Skipaðar voru þrjár nefndir, sem hafa skyldu megin veg og vanda af því mikla starfi, sem í hönd fór. Voru nefndirnar þannig skip- aðar: Móttökunefnd: Elías Hergeirs- son formaður Knspd., Árni Njáls- son gjaldkeri deildarinnar og Ægir Ferdínandsson formaður Vals. Elías var formaður nefndar- innar, sem var hið leiðandi afl alls undirbúnings og móttöku. Áróðursnefnd: Baldvin Jónsson formaður, Jón Kristjánsson, Páll Ragnarsson, Sigurður Marelsson og Hermann Gunnarsson. Fj áröflunarnefnd: Guðmundur Frímannsson formaður, Karl Stef- ánsson, Friðjón Guðbjörnsson, Þorsteinn Friðþjófsson og Friðjón Friðjónsson. Nefnd þessi skyldi m. a. sjá um leikskrá, safna aug- lýsingum og tryggja heimsókninni varasjóð. Nefndir þessar tóku þegar til starfa og unnu hvert á sínu sviði, af miklum og árvökrum dugnaði, frá upphafi vega og þar til yfir lauk. Starf þeirra tókst líka mjög vel og móttökur allar voru Val til hins mesta sóma. En að veita mót- töku slíku liði sem Benfica er, sem er vant þeirri beztu þjónustu, sem unnt er að láta í té á slíkum ferða- lögum, kostar mikla vinnu og gott skipulag hlutanna. En samkvæmt umsögn fararstjórnar Benfica- manna lauk lauk hún miklu lofs- orði á móttökurnar. Gestunum var tryggð gisting í Hótel Loftleiðum og náðust hag- kvæmir samningar við hótelið. Létu gestirnir mjög vel af öllum aðbúnaði þar. Stór ,,plaköt“ voru gerð og prentuð og dreift um alla borgina, m. a. komið fyrir í ótal verzlana- gluggum. Þá voru og gerðir litlir snotrir- áróðursmiðar, sem m. a. voru festir á kyrrstæði bíla við bíó og önnur samkomuhús og víð- •ar um borgina. Gerð voru og all- stór auglýsingaspjöld með Eusebío hinum heimsfræga, þar sem heil- mynd af honum trónaði ásamt um- sögn um snilli hans. Frásagnir af liði gestanna og auglýsingar dundu dag hvern í útvarpinu með aukn- um krafti eftir því sem hin stóra stund nálgaðist, og sjónvarpið lét ekki sinn hlut eftir liggja. Fréttir birtust þar um liðið og kvikmynd- ir af því, bæði við æfingar þess á heimaslóðum og leiki frá keppni við aðra mektarbokka knatt- spyrnunnar víðsvegar í heiminum. En hlutur sjónvarpsins er ekki þar með allur sagður, í þessu til- viki. Því auk frétta og mynda í íþróttatímanum, skaut veðurfræð- ingur áróðri fyrir leiknum inní veðurfréttirnar, það var Páll Bergþórsson; um leið og hann var svo elskulegur að spá góðu veðri leikdaginn. Reyndist það sannur spádómur. Þá skal síðast en ekki sízt minnst dagblaðanna og íþróttafréttamanna þeirra, sem satt að segju fóru hamförum um síður sínar, dag eftir dag. Langar greinar birtust í þeim öllum um liðið í heild og einstaka leikmenn þess, ásamt fjölda mynda. Þá birti Vikan ítarlega grein um frægasta garpinn í liðinu, Eusebio, hinn heimsfræga. Auk heilsíðu litprent- aðrar forsíðumyndar, fylgdu greininni mikill fjöldi mynda bæði frá einkalífi kappans og frá knatt- spyrnuferli hans. Þannig sköpuðu ríkisútvarpið, sjónvarpið, dagblöðin, Vikan og áróðursnefnd Vals, þá „stemmn- ingu“ og hugblæ, meðal almenn- ings, sem entist til þess að leikur þessi var fjölsóttari en nokkurn hafði órað fyrir. I Portúgal valcti þessi för mikla athygli. Benfica til Islands. Flest- ir þar um slóðir vissu ekkert um ísland eða hvar það væri. Stór- blöð í Lissabon, hugðust bæta úr þessu og sendu blaðamann gagn- gert hingað til lands. Sá skyldi afla upplýsinga um land og þjóð og Val. Dvaldi blaðamaðurinn hér um skeið. Átti hann m. a. viðtal við formann Vals og þjálfara. Fékk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.