Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 54

Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 54
52 VALSBLAÐIÐ ALBERT GDÐMDNDSSON Heimsborgarinn og dmlómatinn, „hvíta perlan“, snillingurinn og „Gentehnan“ vallarins. Albert GuSrnundsson. Til vinstri viS hann, Glasgow Rangers ofar og Arsenals neSar. Þegar við í blaðnefndinni fór- um að raða niður efni í þetta blað, þótti okkur rétt, eins og oftast áð- ur að hafa frásögn af kunnum íþróttamanni. Að þessu sinni var ákveðið að fara ekki í leit að er- lendum manni, en fá frásögn frá- íslenzkum manni, sem hlotið hef- ur mikla frsegð og viðurkenningu meðal evrópskra knattspyrnu- manna, sem sagt Albert Guð- mundssyni. Það kom í hlut undirritaðs að fara þess á leit við Albert að hann segði lesendum Valsblaðsins frá 2—8 leikjum, sem honum væru sérstaklega eftirminnilegir. hangandi á veggnum, eru skildir félaganna Fáir menn munu hafa eins mik- ið við tímann að gera eins og Al- bert, því hann er liðtækur víðar en á knattspyi’nuvellinum, og djarfur og áræðinn við hin dag- legu viðfangsefni, sem að honum sækja í tíma og ótíma, og virðist satt að segja alltaf til í að takast á við erfiðleika, sem honum hefur hingað til tekist að sigrast á. Kannske er hann alltaf í vissri keppni, tilbúinn að skora sigur- markið þegar tækifærin gefast, ef til vill er knattspyrnan forleikur- inn að því sem síðar hefur verið að skapast, og er enn í sköpun. Víst er um það að Albert geng- ur að hvorutveggju með hugarfari hins góða keppnismanns: Að berj- ast af drenglyndi, að berjast til sigurs, að gefast aldrei upp, að leggja í verkefnið, alla orku sína og sál. Það var því með nokkurri eftir- væntingu og tilhlökkun þegar ég lagði af stað til Alberts í von um að fá skemmtilegar frásagnir af leikjum, og ekkert var sjálfsagð- ara en að gefa góðan tíma til spjallsins- Við töluðum lengi saman, og kom hann víða við, og voru sumar frásagnirnar æfintýri líkastar, og þó var, ef svo mætti segja, aðeins tæpt á atburðunum. Þegar að því kom að ég vildi að hann færi að einbeita sér að ein- stökum atvikum, var sem hálfgerð- ur tregi kæmi í andlitsdrættina, og hann segir: Mér þykir það ákaf- lega leiðinlegt að verða að segja þér að ég treysti mér ekki til þess að lýsa þessum atvikum fyrir þér þannig að það komi fyrir almenn- ingsaugu. Eg var svo heppinn eða þá óheppinn að eiga allmikla hlut- deild í því sem gerðist, og í frá- sögn yrði það lagt út fyrir mér að ég væri að gorta, og hæla sjálfum mér sem svo yrði lagt mér út hér til niðrunar, ég vil að svo stöddu endilega sleppa við það. Hins vegar vil ég geta þess að ef þetta ætti að koma í blaði í lönd- um, sem ég lék knattspyrnu á sín- um tíma, hefði ég auðveldlega get- að sagt frá og ekkert dregið und- an, og ekki þurft að óttast að fá þungan dóm fyrir sjálfhælni. Mér þykir það því mjög miður að geta ekki orðið við þessu, þar sem bæði þú og mitt kæra félag Valur á í hlut, en það verður svo að vera, sagði Albert ákveðinn. Satt að segja kom þetta nokkuð á mig, því við höfðum treyst á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.