Valsblaðið - 24.12.1968, Page 74

Valsblaðið - 24.12.1968, Page 74
72 VALSBLAÐIÐ að láta hjá líða að ræða örlítið við kappann í tilefni þessarar viðui'kenn- ingar, sem hann á svo sannarlega skilið. Það var rigningarsuddi og leiðinda veður þegar ég labbaði mig niður í Aðalstræti á auglýsingastofu dag- blaðsins Vísis, þar sem Hermann vinnur, til að ræða við hann um knattspyrnu o. fl. 1 svona leiðinlegu haustveðri er maður svo sannarlega ekki knattspyrnulega stemmdur, en um leið og Hermann birtist dettur manni strax í hug knattspyma. Hvers vegna? Ég veit það ekki, mér dettur að minnsta kosti alltaf knatt- spyrna fyrst í hug þegar ég sé hann. Hermann var eitt sólskinsbros að vanda, og þegar ég fór fram á við- tal fyrir VALSBLAÐIÐ gerði hann sig ákaflega gáfulegan á svipinn, eins og Þórbergur myndi segja, og kvað það guðvel komið. Ég dró að sjálfsögðu upp minn penna og mitt blað og byrjaði að spvrja. En strax eftir eina spurn- ingu voru samræðumar komnar út í himinn og geim, það er að segja, ég hlustaði og Hermann talaði, og þegar meira en klukkustund var lið- in vaknaði ég upp við það, að ég hafði gleymt að skrifa svarið við fyrstu spurningunni og ekkert hafði verði skrifað niður. Við svo búið mátti ekki standa, svo að ég tók fram i fyrir Hermanni og spurði: „Segðu mér nú í trúnaði, kom það þér nokkuð á óvart þegar kosningin var kunngerð?" ,.Já, svo sannarlega“. Ég hefi víst verið eitthvað vantrú- aður á svipinn, svo að hann hélt áfram: „Það er alveg satt, ég átti alls ekki von á þessu, sérstaklega ekki nú, því ég var svo óánægður með sjálfan mig í sumar, mér fannst ég aldrei komast í almennilegt form“. „Æfðirðu litið? Ég hefi heyrt það“. „Já, fvrst framan af sér i lagi“. „Hvers vegna?“ „Það var nú fyrst það, að ég var meiddur, og einnig hitt, að maður var ekki hættur í handboltanum þeg ar knattspyman byrjaði, og í sann- leika sagt, þá var ég orðinn þreytt- ur á stanzlausum æfingum bæði í handbolta og fótbolta. Það er allt of mikið að vera í hvom tveggja fyrir knattspyrnumenn. Þú sérð það, mað- ur, að ég þurfti að æfa eða keppa sex kvöld vikunnar í allan fyrravet- ur. Þetta var aðalorsökin fyrir þvi, hvað ég æfði illa í knattspymu eftir að handknattleiknum lauk i vor“. „Þú sagðir áðan, að það væri of mikið fyrir knattspyrnumann að vera í handknattleik líka. Hvers vegna hættir þú þá ekki í handknatt- leiknum?“ „Já, ég sagði það, og það sem meira er, það er beinlínis skaðlegt fyrir knattspymumenn að stunda handknattleik og að iðka þetta sam- timis er hrein vitleysa, æfingamar eeru svo ólikar og koma þvert hvor á aðra. Maður stífnar svo i hand- knattleiknum og þetta eilífa tramp á hælunum getur hreinlega eyðilagt mann í knattspyrnunni. Aftur á móti er allt í lagi að handknattleiks- menn, ég á við þá sem taka hann sem aðalgrein, æfi knattspymu á sumrum svona til að leika sér. Hins vegar er ég sannfærður um að knatt- spyrnumenn hafa mjög gott af því að æfa körfuknattleik, hann fer vel saman við knattspyrnuna og er raun- ar gagnlegur fyrir hana. Þú spurðir af hverju maður hætti ekki i hand- knattleiknum, ég veit ekki hvað skal segja. Það er nú svo, að þessir strák- ar, sem eru i handknattleiknum, em búnir að vera félagar manns frá þvi að ég var smástrákur og við lékuin allir saman í knattspyrnu hér áður. Nú eru þeir allir liættir handknatt- leiknum nema Gussi og Siggi Dags, en einhvern veginn getur maður ekki slitið sig frá þessum hópi, enda eru þetta frábanir félagar. Þú skilur þetta“. „Já, ég skil það, og það ldjóta allir að gera, en þú minntist áðan á körfu- bolta, heldur þú að ef hann væri iðk- aður hjá Val, að þú myndir iðka liann og sleppa handknattleiknum?“ „Ég veit það ekki. Eins og ég sagði áðan, heldur þessi hópur, sem er í handknattleiknum, í mann, en þó gæti vel farið svo. að maður myndi fara i körfuna. Vel á minnzt, það er svo sannarlega kominn lími til að stofna körfuknattleiksdeild innan Vals, við skulum koma því að hér og skora á forráðamenn félagsins að gera það sem fyrst“. „En svo við snúum okkur aftur að knattspymunni, hvers vegna heldur þú að Val hafi gengið svona illa í sumar miðað við tvö síðastliðin ár? Ég á þar að sjálfsögðu við Is- landsmótið". „Þar kemur margt til. Þó vegur þar auðvitað þyngst sex breytingar á liðinu frá því árið áður. Það hljóta allir að sjá, að það munar um minna. Svo voru æfingar illa stundaðar framan af. Þetta tel ég vera liöfuð- orsökina. Þessar miklu mannabreyt- ingar í liðinu voru of miklar, því að þá, sem í staðinn komu, skorti að sjálfsögðu þá dýrmætu reynslu sem hinir höfðu, þó að þeir væru ekkert verri knattspyrnumenn. Reynslan er, eins og allir vita, mikilvægust þegar mest á reynir. Við skulum til dæmis taka „14—2“ leikinn fræga, sem ég vil að ekki gleymist, því að við get- um svo mikið af honum lært. I því landsliði, sem þar var teflt fram, var uppistaðan reynslulitlir menn, sem höfðu staðið sig vel í unglingalands- liði 24 ára og yngri. En það vantaði alveg menn með hina dýrmætu reynslu, þegar ósköpin dundu yfir. Við þessir strákar, sem enga reynslu höfðum, féllum alveg saman og viss- um ekkert hvað við áttum að gera. Af svona mistökum eigum við að læra, þau eru til þess. Hvað eigum við flestir að bíða lengi eftir því, að okkur verði borg- að vinnutap, svo að ekki sé meira nefnt, fvrir æfingar og keppnisferðir á vegum landsliðsins. Hvað myndi muna um það, þó að tveim eða þrem milljónum væri eytt í að bæta knatt- skvrnuna af öllu þessu peningaflóði sem velzt hefir yfir þjóðina á und- anförnum árum. Ég get sagt þér eina sögu af tveimur strákum sem léku i Vals-liðinu 1967. Þessir strákar unnu frá klukkan sjö á morgnana til klukk- an tólf á miðnætti allt sumarið og eyddu kvöldmatartimanum sínum í að æfa. Hvaða árangur halda menn að náist með svona nokkru, og þessir strákar voru ekkert einsdæmi“. „Ég er alveg sammála þér, Her- mann. Við skulum vona, að það fari að kvikna á perunni í þessum mál- um, en að lokum: Ætlarðu að æfa betur á komandi vetri og vori en þú gerðir í fyrra?“ „Ég veit það nú ekki eins og stend- ur, en vona það þó, maður verður eitthvað að gera“. S.dór.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.