Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 63

Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 63
VALSBLAÐIÐ 61 unum i Val, sem urðu leikfélagar mínir, og var það ástæðan til þess að ég fór í Val. Þá um haustið það sama ár lék ég fyrsta leikinn með Val á móti KR, og ég held að við höfum unnið 3:2. Ég var miðherji i þeim leik og skoraði þar fyrsta mark- ið mitt. Ég lék svo einn leik í við- hót það haust. Mér hefir þótt gaman að taka þátt í þessu, og eru mér ýmsir leikir minnistæðir, en ég held þó að leik- urinn í fimmta flokki A við Akra- nes sé mér einna minnistæðastur, en þá höfðum við 2:0 í hálfleik, en töp- uðum leiknum með 3:2, þar sem öll mörkin, sem við fengum á okkur, voru klaufamörk. Svo var það leikurinn við Akra- nes i sumar þar uppfrá. Staðan i hálfleik var 0:0. Nokkru eftir leik- hlé skora Skagamenn mark, og leizt okkur nú ekki á blikuna. Áhorfend- ur voru margir og héldu flestir með þeim, aðeins örfáir með okkur. Nokkru síðar varð ég svo heppinn að jafna, og ekki leið á löngu þar til annar framvörðurinn, Anton Einars- son, skoraði mjög glæsilegt mark, að mínu áliti það bezta sem Valur skor- aði i þessum flokki í sumar. Þetta lyfti undir okkur og síðan skoruð- um við 3 mörk í röð, og endaði leik- urinn því 5:1. Eg er ánægður með aðstöðuna til æfinga i Val og sömuleiðis með þjálfarann, Lárus Loftsson. Mér finnst félagslífið ágætt, en það eina sem mér finnst þó að vanti svolítið á og það eru fleiri fundir með flokkn- um. % er heldur ekki alveg ánægð- ur með það, hvernig strákamir mæta til æfinga. Sumir mæta vel, en það em alltaf nokkrir sem mæta illa. Mér finnst að það þurfi allir að æfa vel ef góður árangur á að nást. Jú, ég hefi hugsað mér að halda áfram, ef ekkert kemur fyrir, sem hindrar það. Mér finnst Hemiann Gunnarsson og Sigurður Dagsson skemmtilegustu knattspymumenn- irnir hér núna. Til gamans má geta þess að þessi ungi maður er sonarsonur Jóns Þor- steinssonar íþróttakennara. Kristinn Björnsson, 13 ára, fyrirliÖi í fjórða flokki B: Ég gekk í Val þegar ég var 10 ára. Fór einu sinni að horfa á æfingu lijá Val, og þá spurði Lárus mig hvort mig langaði ekki að vera með, og þáði ég það. Á eftir spurði hann mig hvort ég vildi ekki gerast félagi og játaði ég því og svo skrífaði hann mig inn. Ég var i sveit það sumar og kom rétt fyrir Haustmótið og keppti í því, og voru það fyrstu kappleikimir Krislinn Björnsson. mínir. Mér fannst það vera dálítið spennandi í búningsklefanum þeg- ar ég klæddist i fyrsta sinn í keppn- isbiining félagsins, en ég var ekkert svo óstyrkur þegar út í leikinn kom. Ég byrjaði sem framvörður, en næsta ár, og það í miðjum leik, bað þjálf- arinn mig að fara í stöðu miðherja, og þar hefi ég verið síðan. Finnst eiginlega skemmtilegra að vera miðherji. Margir leikanna hafa verið skemmtilegir, en einna minnistæðastur er mér þó leikurinn við KR í haustmótinu í fimmta flokki. I.eikurinn var ákaflega jafn og langt liðið á leikinn og leikar stóðu 1:1. Þá var ég svo heppinn að skora úrslitamarkið. Ég var heppinn með mörkin i sumar, því að ég skor- aði flest mörk í þessum flokki, eða 11 talsins. Það var lika eftirminni- legt fyrir mig í leiknum við Víking i sumar, að þá skoraði ég i einum leik 3 mörk. og það mót unnum við. Ég fór til Akraness í sumar með A-liðinu, sem varamaður, og svo fór ég til Hafnarfjarðar og lékum við þar æfingaleik við FH. Við erum heppnn að hafa Lárus sem þjálfara, hann er alveg ágætur. Mér finnst félagslifið skemmti- legt, en mér finnst að sumir strák- anna mættu æfa betur, en sumir æfa ágætlega. Ég er staðráðinn i að halda áfram að æfa knattspymu, þó að ég eigi svolitið langt á æfingamar. Mér finnst Hermann vera eimia skemmtilegastur af knattspymu- mönnum okkar. Ég vildi svo að lok- um óska þess, að það væm haldnir fleiri fundir með okkur öllum sam- an. Árni Geirsson, 16 ára, fyrirliSi í þriSja flokki A: Ég held að ég hafi verið 9 eða 10 ára þegar ég gekk i Val. Það gerðist þannig að ég og annar strákur til fórum að horfa á æfingu hjá Val, og voru mjög margir á æfingu, en við komum okkur i hópinn, og feng- um að vera með. Fyrst vomm við oft látnir skipta út og aðrir settir inn, því það voru svo margir, og fannst mér það leiðinlegt, en ég lét það ekki á mig fá, þvi áhuginn var svo mikill, að fá að vera með. Fyrst keppti ég í fimmta flokki C og gerði það allt sumaríð. Annars var ég búinn að kaupa mér Valspeysu löngu áður en ég fór að keppa, og notaði hana á æfingum heima, og stundum sýndi ég mig i henni viðar í bænum og þótti mér mikið til þess koma. Síðar lenti ég svo í fimmta flokki B og svo í fimmta flokki A, svo þetta var heldur upp á við, og þetta hélt áfram í fjórða og þriðja flokki. Einna eftinninnilegasti leikurinn sem ég hefi leikið var leikur á Akra- nesi, en þar vom skomð 12 mörk. Fyrst skomðum við 3:0, en ekki leið á löngu þar til Skagamenn höfðu jafnað, 3:3. Litlu síðar fáum við víta- spyrnu á Skagamenn, og vonuðum nú að taka forystu, en skotið fór rétt fyrir utan stöng. Við skömmuðum hann auðvitað svolitið, en það risti ekki djúpt, og síðan komumst við í 4:3 og 5:3, og þótti okkur vænkast hagurinn, en það stóð ekki lengi, þvi að Akranes jafnaði 5:5. Við náðum svo góðum endaspretti og leikurinn endaði 7:5 okkur í vil. Mér er líka minnistæður leikur- inn við KR i Haustmótinu, þar sem við töpuðum með 3:0, og var það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.