Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 64

Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 64
62 VALSBLAÐIÐ Arni Geirsson. eini leikurinn sem við töpuðum á sumrinu. Það var hávaðarok og erfitt að keppa. Fyrir leikinn kom þjálfari KR inn til okkar og sagði í mikilli einlægni að okkar lið væri tveimur „klössum“ betra en þeirra lið. Okkur þótti hólið þægi- legt og þóttmnst nú hafa öll ráð þeirra KR-inga í hendi okkar. Við lékum undan vindi fyrri hálfleik og ætluðum nú að sýna hvað við kynn- um fyrir okkur og lékum saman smáan samleik, inn að vamarvegg KR-inga, en þeir vom nær allir í vörn, og árangurinn var enginn. Þegar svo KR-ingar leika undan vindi skjóta þeir í tíma og ótima undan rokinu og skora sín 3 mörk, og þá sáum við að við höfðum farið skakkt að. Aftur á móti fyrir úrslitaleik Is- landsmótsins kom þessi þjálfari KR, og sagði að nú myndum við tapa, því KR-flokkurinn sinn hefði aldrei tapað í úrslitum. Það fór nú samt svo að við unnum 3:0. Ég er ánægður með æfingasókn- ina hjá strákunum og eins með þjálf- arann, Róbert, og hvernig hann þjálfar okkur. Hann heldur fundi með okkur fyrir leiki. Annars held- ur liðið vel saman hæði utan vallar sem innan, förum til dæmis oft sam- an í bíó Ég er sem sagt ánægður með félagsandann sem ríkir i flokkn- um. Þetta lið hefir haldið saman í gegnum alla þrjá flokkana, fimmta, fjórða og þriðja flokk, og unnið mörg mót á þessum árum. Mér finnst, að það gæti verið gaman að eiga eitt- hvað til minningar um þessa sigra fyrir félagið, og mundi ég mæla með þvi að félagið léti húa til sérstök, snotur skjöl til minningar um sigra í mótum. .Tá, nú fer ég í annan flokk, og þar verður vafalaust mikil keppni, þvi þar verða margir liðtækir menn, bæði frá þeim sem léku þar í fyrra og meðal þeirra sem ganga upp, og eru fleiri en eitt lið. Fyrst og fremst samkeppni um það að komast í aðal- liðið, og svo að komast i fyrirhugað ferðalag til Danmerkur í sumar. Ég held að þessi samkeppni verði til þess að menn æfi betur. Við ættum því að fá góðan B-flokk. Þeir sem lenda í B-liði verða auðvitað að vera með, þótt það sé ekki eins skemmtilegt og að keppa í A-liði. Það versta er að B-liðsmenn fá færri leiki en hinir, og ekki nógu marga til að viðhalda eðlilegum áhuga strákanna. Mér finnst Ellert Schram einna bezti knattspyrnumaðurinn hér í sumar og einnig Reynir Jónsson. Ég vildi svo að lokum hvetja strák- ana til að stunda æfingar vel og taka virkan þátt í félagslífinu, sem verð- ur væntanlega með blóma á kom- andi ári. Það væri líka gaman að geta æft að verulegu leyti á grasi næsta sumar. Þess má geta, að þessi ungi og hressilegi maður er sonur Geirs Guð- mundssonar, sem á sínum tíma var einn af köppum Vals i knattspyrnu og handknattleik. T orfi Magnússon. Torfi Magnússon, 18 ára, fulltrúi annars flokks: Ég bvrjaði knattspymuferil minn í þriðja flokki. Var á sumrum í sveit og komst þvi ekki i lið lengi vel. Keppnina byrjaði ég i þriðja flokki B, og komst svo í A-flokkinn. Senni- lega hefir það ráðið mestu að ég gekk í Val hve nálægur völlurinn var, og stutt að fara á æfingar. Mér fannst ekki koma nóg útúr öðrum flokki í sumar, og er óánægð- ur með frammistöðuna, eða öllu heldur, að ekki skyldi fást meira út- úr þessum piltum. Þetta byrjaði sæmilega vel, en að Reykjavíkur- móti loknu í ár fer þetta versnandi. Erum um miðju í Islandsmótinu, og mjög neðarlega i Haustmótinu. Mér-finnst að það sé of mikið fyr- ir þjálfara að hafa þrjá flokka að sjá um, stunda æfingar með þehn og fylgja þeim á leiki, og það þó maður viti að um mjög góða þjálf- ara sé að ræða. Nú hefir verið ákveðið að annar flokkur Vals fari til Damnerkur í sumar, þar sem Lingby tekur á móti flokknum. Er nú verið að undirbúa þá ferð og á að setja kraft í æfing- arnar. Verður Róbert Jónsson aðal- þjálfari flokksins. Ég vona að þetta gangi betur næsta keppnistímabil, enda verður mikið af piltum þar, því fáir ganga upp, en margir koma frá þriðja flokki, og það efnilegir piltar. Við verðum því að spjara okkur vel, ef við eigum að hafa möguleika að kom- ast i liðið. T flokknum er góður andi, en ann- að félagslíf lítið, til dæmis fundir, þar sem komið er saman og rætt um knattspymu. Nú er ákveðið að í vet- ur verði fundir og samræður um málin. Mér fellur vel við Róbert, hann getur drifið þetta upp. í honum er mikill kraftur og hann segir mein- ingu sína, og það er hollt fyrir okk- ur að heyra hana. Ég vil að gert sé meira að því að gefa yngri mönmnn úr öðmm flokki tækifæri til að keppa i leikjum, sem enga þýðingu hafa. Þeir þurfa að kynnast hörkunni þar, en þó ekki að gera of mikið að því, og helzt ekki fyrr en á síðasta ári. Láta þá finna á hverju þeir eiga von. Þeir mega ekki koma i meistaraflokkinn eins og þeir komi frá öðrum heimi, og öllu þar ókunnugir. Ég horfi ekki mikið á íslenzka knattspyrnumenn í mótum, ég held að ég geti ekki mikið af þeim lært. Ég held að þá vanti yfirleitt æfingu til að geta framkvæmt eins og þeir kannske hugsa. Ég held að við getum lært af knattspyrnuleikjum í sjón- varpinu, og þó það komi ekki strax. held ég að það komi síðar. Ég tel að þrekþjálfun sé nauðsyn- leg til þess að auka kraftinn, fá vissa grunnþjálfun, það þarf hörku í þetta. Vona ég svo að lokum að þetta verði skemmtilegt keppnistímabil, skemmtilegra en undanfarið, og von- til að allir geri sitt til að svo verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.