Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 31
VALSBLAÐIÐ
29
Fyrsti ritari Vals átti 75 ára
afmæli á þessu ári, en hann var
fæddur 15. apríl 1893, og sá at-
burður gerðist á Vestra Fróðholti
á Rangárvöllum. Hingað til
Reykjavíkur fluttist hann með
foreldrum sínum 1899, eða árið
sem Knattspyrnufélag Reykjavík-
ur var stofnað. Hvort nokkuð or-
sakasamband sé á milli þessara at-
vika, skal ósagt látið, en óneitan-
lega er það skemmtileg tilviljun að
einn af stofnendum Vals lætur
fyrst sjá sig í Reykjavík sama árið
og KR var stofnað! Víst er um
það að tiikoma þessara tveggja fé-
laga hefur skrifað vissa kafla í
íþróttasögu þessa lands.
Við Valsmenn minnumst og
hyllum Hall á þessum tímamótum
fyrir hans þátt í stofnun félags
vors, og störf hans fyrir félagið á
bernskuárum þess, og þó Hallur
hafi ekki verið virkur í félags-
starfinu í langan tíma, þá vitum
við að hjarta hans hefur slegið í
,,takt“ við meðiæti og mótgang fé-
lagsins allt til þessa dags.
Hall Þorleifsson þarf ekki að
kynna fyrir Valsmönnum sem
komnir eru nokkuð til ára, og þó
þeir hafi ekki séð hann á leikvelli
í Valsbúningi, þá hefur hann eigi
að síður verið í fjölda ára í sviðs-
ljósinu.
Hann hlaut í vöggugjöf ákaflega
fagra og skemmtilega bassarödd,
samfara næmum skilningi á mús-
ik. Þetta leiddi til þess að hann
varð að syngja og syngja, næst-
um hvar sem hann var eða kom.
Hann var einn af stofnendum
Karlakórs KFUM. Hann söng í
„kvartettum", hann söng við
jarðarfarir, stjórnaði söngkórum
og hann var einn af áttmenningun-
um sem svo oft komu og sungu
við hátíðleg tækifæri, en þeir
munu hafa verið einskonar úrval
úr Karlakór KFUM. Söngurinn
hefur því verið líf og yndi Halls,
og verið hinn rauði þráður í lífi
hans. Fyrir söng sinn hefur Hall-
ur verið kunnastur meðal almenn-
ings. Færri munu vita um afskipti
lians af íþróttum, en hann lék með
aðalliði Vals í 11 ár eða frá stofn-
un þess og til 1922, og oftast sem
útherji. Menn vita heldur ekki að
hann var frár á fæti og gat stund-
um komið á óvart með hraða sín-
um á þeim tíma.
Eins og fyrr segir var hann í
fyrstu stjórn Vals, og gegndi
stöðu ritara, og þóttu fundargerðir
hans snyrtilega færðar, enda hafði
Hallur mjög fagra rithönd.
Hallur hefur verið mjög vinsæll
maður, og góður félagi, enda glað-
ur í vinahóp, og meðfæddúr
hjartaylur gert hann þægilegan og
ljúfan í allri umgengni.
Okkur í blaðnefndinni datt í
hug að gaman væri að hitta Hall
að máli ef hann hefði frá einhverj u
að segja frá fyrstu dögum Vals,
og veitti hann fúslega það leyfi.
Ég lief nú ekki mikið að segja,
sagði Hallur dálítið hugsandi, okk-
ur datt ekki í hug að þetta tiltæki
okkar væri upphaf á neinni sögu,
sem síðar þyrfti eða væri gaman að
rifja upp, og því síður var neitt
skrifað niður frá þessum aðdrag-
anda að félagsstofnun.
Ég man vel hvernig það atvik-
aðist að ég gekk í KFUM, en það
mun hafa verið um 1908. Ég,
ásamt Filipusi Guðmundssyni,
lngvari Árnasyni og Torberg
nokkrum, voru staddir á gatna-
mótum Hverfisgötu og Vitastígs.
Sjáum við þá að til okkar kemur
maður, sem okkur fannst all mikil-
úðlegur, og gefur sig á tal við okk-
ur, en það var ekki venjulegt á
þeim tíma að fullorðnir væru að
ræða við okkur strákana úti á
götu. Hann segir okkur að hann
hafi í huga að stofna unglinga-
Hallur Þorleifsson, stofnandinn, músíkant-
inn og heiSursmaSurinn, meS sitt einlœga
Vals-hfarta.
deild í KFUM næsta sunnudag, og
spyr okkur hvort við viljum koma
og vera með í stofnun deildarinn-
ar. Okkur leizt vel á manninn,
þótti hann geðfelldur og þægileg-
ur. Við féllumst strax á þetta, og
ákváðum að mæta til fundarins.
Maður þessi var enginn annar
en sr. Friðrik Friðriksson. Auð-
vitað fórum við á stofnfundinn,
sem haldinn var á Amtmanns-
stígnum þar sem KFUM er nú, og
það vildi svo til að aðeins þessir
fjórir komu á fundinn og stofnaði
sr. Friðrik deildina með þessum
fjórum drengjum.
Á næstu fundum jókst talan
stöðugt, og brátt tókst þarna hið
skennntilegasta félagslíf undir
forustu sr. Friðriks.
Ástæðan til þess að við fórum
að sparka knetti í KFUM-portinu
mun vera sú að Vestur-fslending-
ur að nafni Ingólfur kom hingað,
og hafði með sér fótknött, sem við
fengum að nota, og þar með höfð-
um við fengið bakteríuna í okkur,
sem leiddi til þess að Valur var
svo stofnaður 1911. Það varð upp-
haf ýmissa athafna hjá okkur
strákunum, undir forustu sr. Frið-
riks. Hafizt var handa um vallar-
gerð vestur á Melum, og gekk þar
Framhald á bls. 39.