Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 39

Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 39
V ALSBLAÐIÐ 37 lögð og undirbúin af Jóni Sigurðs- syni núverandi borgarlækni, einum ágætasta forystumanni Vals fyrr og síðar, og séra Friðrik Friðrikssyni, sem einnig voru fjararstjórar. Þá er það að séra Friðrik gefur Val litgáfuréttinn á bók sinni ,,Keppinautar“, og er ráðizt í það að gefa hana út, og skyldi ágóðinn renna til utanferðarinnar. Var hverj- um þátttakanda gert að selja eins og þeir gætu af bókinni, og unnu menn af kappi að því, með góðum árangri, og létti það mjög undir með kostnað ferðarinnar. Undirbúningsfundirnir voru skemmtilegir og höfðu ómetan- legt félagslegt gíldi. Síðari ferðin var svo bein afleið- ing af þeirri fyrri, en með nokkuð auknu „prógrammi“, þar sem einnig var keppt í Noregi. Allur undirbún- ingur var með sama sniði og fyrir ferðina 1931. Milli þessara ferða ræðst svo Val- ur, fyrst allra félaga, í það að taka á móti erlendu knattspyrnuliði, en það gerðist 1933, er knattspyrnufé- leg KFIJM i Kaupmannahöfn kom hingað i heimsókn. Eftirminnilegur verður mér einn- ig leikur, sem Valur lék við þýzkt úrvalslið hér á Melavellinum. Þetta lið var mjög sterkt, því að í þá daga var litið á slíka fulltrúa Þýzkalands sem sýnishorn af ágæti þeiiTar þjóð- ar. Þjóðverjum þótti mikið í mun að koma með sigra heim. En Valsmenn voru ekki á því að gefast upp fyrir- fram fyrir „germönum“, og hugðust selja sig dýru verði, i þessari viður- eign, og það stóðu þeir við. Er ekki að orðlengja, að vart mátti á milli sjá og þó voru það Valsmenn, sem skoruðu fyrst, og harðnaði þá leik- urinn, og þar kom örstuttu fyrir leikslok að Þjóðverjum tókst að jafna, og endaði leikurinn því 1:1. Mörg lið hafa komið hingað til keppni erlendis frá, og mörg þeirra hafa sýnt góða knattspymu. Þó verð- ur mér einna minnistæðast unglinga- lið frá Tékkóslóvakíu, sem hér var fyrir um það bil 10 árum. öll fram- koma þess á vellinum, leikni með knöttinn og skilningur á þvi, hvem- ig ætti að leika knattspyrnu, þannig að hún yrði sem skemmtilegust, list- rænust og litríkust, ef svo mætti segja. Við það bættist, að öll framkoma Tékkanna, utan vallarins, var með ágætum að sliks munu fá dæmi hér um erlend lið. Kjaminn úr þessu liði lék svo í flokki Tékka í HM 1962, sem urðu þá í öðm sæti keppninnar. Þá verður Sovét-liðið Lokomotiv, sem hér var nokkru fyrr á vegum KRR, einnig minnistætt fyrir ó- venjulega og leikandi knattspymu, þar sem allir voru með allan tímami. t sambandi við tékkneska liðið má geta þess, að góður félagi minn í Val sagði mér, að hann hefði hitt miðherja liðsins nokkrum árum síð- ar, þar sem hann æfði með aðstoð- armanni, á knattspyrnuvelli í Prag. Þegar hann frétti að maður frá ts- landi væri þar á ferð, gaf hann sig á tal við hann og ræddi um íslands- förina. Lét hann þess getið meðal annars, að hann miimtist þessarar ferðar, sem einnar þeirra skemmti- legustu og beztu, sem hann hefði tekið þátt í. Lauk hann miklu lofs- orði á móttökurnar og brosti út und- ir eyru, þegar hann minntist á hinn dásamlega fisk sem hann liefði feng- ið þar að borða. Aðspurður um álit hans á íslenzk- um knattspymumönnum, svaraði hann: Þeir eru duglegir, en þeir leggja sýnilega ekki næga rækt við þjálfunina. Hann bað þennan Vals- mami að skila kæm kveðju til allra knattspyrnumanna á íslandi, með jjakklæti fyrir síðast. Finnst mér að þessa kveðju megi endurtaka hér. Og ekki má gleyma því sem næst okkur stendur á spjöldum sögunnar, en það er leikur Vals við Benfica í september s.l„ sem var ógleymanleg stund, og verður lengi til vitnað. Þó finnst mér sem Valsmanni, að tapið fyrir fyrsta flokk KR. fáum dögum síðar, hafi sópað burt miklu af ljóma leiksins milli liinna fyrrnefndu liða. En þannig er knattspyrnan, þar skiptast á skin og skúrir, en þegar tíminn hefir breitt sína miskunn- sömu blæju yfir misfellurnar, er það fyrst og fremst á hið bjarta í endur- minningunni sem bregður blæ blik- andi fjarlægðar. Áhrifamesti atburðurinn innan Vals er án efa kaupin á Hlíðarenda. Þau atvik, sem ég nefndi hér að framan, höfðu meira tímabundin á- hrif, sem meira og minna hurfu með þeim mönnum, sem þar voru að verki, en lögðu þó vissan grundvöll að íþróttalegri getu um langa framtið. Hlíðarendakaupin, og það sem þar hefir gerzt síðan, hafa markað var- anleg spor í framtíðartilveru félags- ins. Þangað eiga íþróttakynslóðimar að geta sótt líkamlega hreysti og þroskandi félagslíf, en það er þó m. a. komið undir krafti og dugnaði ráðandi manna í félaginu, á hverj- um tíma, hvort þetta verður sem skyldi og sá árangur náist sem við allir óskum eftir. Vart verður svo um Hlíðarenda rætt, að ekki sé minnst Ólafs Sig- urðssonar, sem um árabil var for- maður Vals, leikmaður og félagi, allt frá unglingsárum. Honum öðr- um fremur, framsýni hans og bjart- sýni, bera þakkir fyrir þá aðstöðu sem Vals-félögum í nútíð og fram- tíð hafa verið sköpuð. Á tímabilinu 1930 til 1945 eignast Valur lið og knattspymumemi sem mér verða margir hverjir minnistæð- ir, og liðin frá þeim tima verða í mínum huga ein þau beztu sem ég minnist í Val. Það sannar nokkuð orð mín, að á þessum tíma varð Val- ur 11 sinnum Islandsmeistari. Því er ekki' að neita að KR átti líka á þessu tímabili mörg góð og eftir- minnileg lið, enda voru þessi félög toppur knattspymunnar á þessum árum. Síðar koma svo Skagamenn, sem sannarlega settu svip á knatt- spyrnuna hér, yfir alllangt timabil. AðstœSur fyrr og nú? Þegar þú spyrð um þetta, minnist ég þess frá fyrstu árum mínum hér á Melavellinum, að mér fannst það bara gott að geta farið í svalt steypi- bað eftir æfingu og leiki, manni fannst það hressandi eftir að hafa verið í einu svitabaði úti á vellinum. Mér fannst þetta ágætt og mun betra en að fara út í kalda tjöm og velta sér þar, eins og við urðum að gera ó Seyðisfirði, eftir æfingamar og leikina! En þvilík bylting þegar gashitun var sett upp á Melavellinum, þar sem fjórir menn gátu baðað sig, ef snarlega var að gengið, fyrn 25-eyr- ing, sem settur var í gassjálfsalann. Nei, það leikur ekki á tveim tung- um að allar aðstæður em nú vissu- lega með öðmm og fullkomnari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.