Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Qupperneq 41
21
5- FYRSTA LANDKÖNNUNARFERÐ.
Daginn eftir lögöu þeir enn á staö vestur eftir.
Mátti nú svo heita, aö þeir væru algjörlega komnir
vestur úr öllum mannabygðum. þeir fylgdu svo-
nefndri Tungá (Tongue River) og lögöu leið sína ým-
ist fyrir sunnan hana eöa noröan. þá komu þeir upp
á hæðir þær, sem síöan hafa Sandhæöir nefndar verið,
og þótti þeim land þar næsta magurt. En um leiö
voru þeir komnir svo langt, að hálsar þeir, er Pembina
fjöll nefnast, blöstu viö þeim. þegar þeir héldu á-
fram, komu þeir þar sem landið fór aftur aö lækka og
uröu þess þá varir, að þar var sami frjósami jarðveg-
urinn og austur á sléttunum. Leizt þeim einkar vel á
landiö. Skógurinn lá þar í beltum fram og aftur, en
grasi vaföar sléttur á milli. Vestast báru fjöllin skógi
vaxin við himin. þó þau heföu lítiö annaö sameigin-
legt við íslenzku fjöllin en nafniö, gjöröu þessar
hæðir sjóndeildarhringinn svipmeiri og voru þarna til
trausts og verndar fyrir væntanlega mannabygð, er
myndast kynni fyrir neðan þau, hve nær sem menn-
irnir gjöröust svo hugaðir, að leita þangaö skjóls og
athvarfs. það er óhætt aö fullyröa það, að hæöir
þessar áttu sinn mikla og góöa þátt í, aö draga huga
þessara íslenzku landleitenda aö þessu svæði.
Hér námu þeir staðar. Mælti síra Páll svo fyrir,
aö þeir félagar hans skyldu verða hér eftir til að skoöa
landiö betur. En sjálfur skyldi hann halda suður til
Minnesota og skoða sig þar um og jafnframt sunnar í
Dakota. En svo mun honum samt þegar hafa sagt
hugur fyrir, að austan undir þessum Pembina-hæðum
mundi veröa líklegasti nýlendustaöurinn. Hélt Magn-
ús Stefánsson og einhverjir meö honum í suöurátt til
að kanna landiö. Komu þeir þar, sem seinna var Vík
kallað. Flaut þá vatn yfir alla Víkina og slétturnar
þar austur af. Lengst héldu þeir aö læk þeim, er
Kristinn Ólafsson frá Stokkahlöðum í Eyjafirði síöar
nam land viö. Voru stórar tjarnir og mikill vatns-