Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Qupperneq 45
25
leið komnir í búskapnum, til þess aö geta veitt sér
einhverjar nauðsynjar sínar.
Auk þeirra, sem þegar hafa taldir veriS, munu
þeir hafa komiS suður >etta sumar (1878) og numiS
lönd GuSni Tómasson frá Tungu í HörSudal í Dala-
sýslu og FriSrik Bjarnason frá HlíS á Vatnsnesi.
Nam hinn síSarnefndi fyrst land við hliS Magnúsar
Stefánssonar í grend við Bótólf norska.
Fyrsti bústofn Jóhanns Hallssonar voru þrjár kýr
og tvö ungviSi, auk uxans, er hann hafSi keypt sér, og
fyrst framan af var eina akdýrið í nýlendunni. Hann
lét plægja tvær ekrur af landi fyrsta sumariS. Gat
hann sáS í þær hveiti vorinu eftir og gáfu þær af sér
40 bushel af hveiti hvor um haustiS 1879. Var
J>aS fyrsta hveitiuppskeran. það var slegið með verk-
færi því, er cradle nefnist. þaS er orf og ljár og hrífa
í einu. Hrífan er aS eins 4—5 tindar ofan á ljánum
og jafn-langir honum. Var hveiti þetta það haust
flutt á einum uxa fimm mílur, til aS fá þresking á þvf
hjá innlendum manni, sem orSinn var svo mikill
bóndi, aS hann átti þreskivél. SíSan var því ekið til
bæjarins Walhalla á hveitimylnu og malað úr því
hveitimjöl. AnnaS sumarið (1879) voru fjórar ekrur
plægðar í viSbót.
Ekki var lífið sérlega ríkmannlegt þennan fyrsta
vetur, eins og ekki var við aS búast. Til fæSis höfSu
menn helzt jarSepli, hveitimjöl til brauSs, dálítiS af
mjólk, en mjög lítiS af kjötmat. Samt vildi þaS
stöku sinnum til, að menn keyptu dýrakjöt af Indíán-
um fyrir eitthvert lítilræSi, helzt hveitimjöl. Var
þaS álitin sérstök hátíð á sunnudögum og öörum tilli-
dögum, ef svo bar vel í veiSar, aS unt var aS hafa
dýrakjöt á borðum. Einn bóndinn hafði alls ekkert
kjöt fyrsta veturinn nema eitt gripslær, er hann
keypti hjá nágranna sínum einum, og hugsaSi mikið
um, hve nær sér mundi takast aö borga.