Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Side 46
2Ö
8. FRÁ PÁLI PRESTI þORLÁKSSYNI
Um sumariö dvaldi síra Páll hjásöfnuðum sínum í
Wisconsin. En í september lagöi hann af stað áleiðis
norður til Nýja íslanas. þriðjudaginn 24. sept. heim-
sótti hann Jóhann Hallsson, er oröið hafði honum
samferða suöur um voriö, en nú var búinn aö koma
sér fyrir meö fólk sitt ásamt nokkurum fleiri á hinu
fyrirhugaöa nýlendusvæöi í Pembina county. Má
nærri geta aö koma hans til Jóhanns og j?eirra nefir
veriö þeim hiö mesta fagnaöarefni. Hann haföi skoð-
aö ónumin lönd sunnar í Dakota og eins í Minnesota,
en komist aö þeirri niöurstöðu, ai5 hvergi væri land
eins áiitlegt fyrir Íslendinga og hér, bæði sökum skóg-
anna, sem annars staöar voru engir, og frjóvsemi jarö-
vegarins. Svo nú var hann ákveöinn í því í huga
sínum aö snúa sem flestum frá Nýja íslandi til Dakota.
Daginn eftir aö hann kom, fór hann í landskoöun
snemma morguns. Um kvöldið skíröi hann fyrsta
íslendinginn, sem fæöst haföi f Pembina Co., og var
hann nefndur Hallur eftir langafa sínum. Um kvöld-
ið fór síra Páll til Bótólfs Ólsen, hins norska, og var
þar um nóttina. Hélt svo áfram leiðar sinnar ofan til
Nýja Islands.
Snemma í desembermánuöi kom hann aftur til
nýlendunnar. Hafði hann þá skroppið suður til Chi-
cago og var Ólafur þorkelsson frá Reykjavík í för með
honum. Flutti hann þá íslenzka guösþjónustugjörð
yfir íslendingum í húsi Bótólfs Ólsen, hins norska, og
tók fólk til altaris. Var þaö fyrsta íslenzka guösþjón-
ustan, er haldin var í Pembina County (5. des.
1878) og var það á virkum degi. í janúar vitjaði síra
Páll. nýlendunnar aftur. Hafði hann keypt sér hest,
þegar hann var á feröinni næst áður. Fór Gunnar
Hallsson meö hann til Pembina til móts við síra Pál
11. janúar og komu þeir upp eftir til Ólsens þann 16.
En á sunnudaginn næstan eftir (19. jan.) flutti hann
aöra guðsþjónustu hjá Bótólfi norska,