Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Síða 51
3i
nokkurnveginnáhliöhvorir viö aöra, bundu þeir félagar
Úlfar nndir runna einum, en skriöu sjálfir inn í grasið,
sem var ákaflega hátt, og földu sig þar. Voru þeir
þar hver nálægt öðrum, og þó með nokkuru millibili,
mæltu ekki orö af munni og létu hvorki hósta né stunu
til sín heyrast. Álitu þeir, aö með þessu móti kynni
svo aö fara, aö einhver þeirra fyndist ekki og kynni af
að komast, tii að segja frá leikslokum, þótt Indíánarn-
ir festu höfuösvörð hinna viö belti sér. þarna lágu
þeir í grasinu þangað til klukkan tvö um nóttina. þótt-
ust þeir þá orönir þess áskynja, aö Indíánarnir mundu
hafa haldið leiðar sinnar, án þess aö hafa nokkuð ilt í
huga.
Engan annan árangur hafði þessi landkönnunar-
för en þann, aö hugur þessara manna hallaðist meira
og meira að því, aö heppilegast væri aö leita sem lengst
suöur á bóginn. Varö þaö úr, aö nokkuru leyti fyrir
áeggjan Jóns Bergmanns, aö þeir Sigurjón Sveinsson
og Benedikt Jóhannesson námu land langt fyrir sunn-
an alla aöra Islendinga. Völdu þeir sér lönd fyrir
sunnan læk þann, er Park River nefnist ; er hann eig-
inlega noröasta kvíslin af dálítilli á meö því nafni. Er
þykkur og myndarlegur skógur þar á báöum bökkum,
en sléttlendi bæöi fyrir sunnan og norÖan. Sléttan
fyrir norðan skóginn er nokkuö grítt og fekk snemma
á tímum nafniö steina-prería. En fyrir sunnan skóg-
inn er einmuna land til akuryrkju, og útsýni hið feg-
ursta; taka skógarbeltin þar viö hvert af ööru. Var
þetta kallaö suöur við Park, af því þaö var syðst frá
sjónarmiöi nýlendumanna, og bygöin, er hér hófst,
var nefnd Park-bygð. Lét Jón Bergmann sér vera
þaö áhugamál, aö þeir félagar settust hér aö, því hon-
um var ant um, að nýlendusvæðið yröi sem stærst,
enda sá hann landkosti góða eftir því sem sunnar dróg.
Vildi hann fyrir hvern mun, aö það svæöi yröi sem
allra-víölendast, er íslendingar gætu numiö, því hann
sá í hendi sér, að innan skamms mundu koma ýmsra
þjóöa menn úr öllum áttum og nema lönd hver í kapp