Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Side 53
33
nefnist, því nær 140 mílur í^uöur; unnu þeir þar í tvo
mánuöi fyrir eins dollars kaup á dag aö kornskuröi og
]?resking. Um haustiö seint lét Páll prestur gjöra sér
hús á jörö sinni. Var þaö reist uppi á brekkunni, þar
sem útsýn var bezt. Var þaö 18 fóta breitt og 24 fóta
langt og þótti stórhýsi. Allir voru veggirnir úr höggn-
um eikarbjálkum. Átti hann eina samoksuxa, Bock
og Bright, og voru þeir alt af á feröinni til Pembina
og St. Vincent, sein þá var stundum nefnt sánkti
Finsen af þeim, er ekki voru vel að sér í ensku, en
þeir voru nú á þessum dögum æði-margir. Flutti
prestur í hús þetta um haustiö og var móöir hans bú-
stýra fyrir hann. Haraldur jtorláksson gjöröi sér
einnig hús á jörö sinni áöur vetur gekk í garð. þetta
sumar komu tveir lúterskir prestar aö heimsækja síra
Pál; var annar þeirra þýzkur; hinn norskur, Harstad,
að nafni. Kom hann til að virða fyrir sér nýlendu-
svæðiö og kynna sér hag og framtíðarhorfur nýlendu-
manna.
Sigurjón Sveinsson plægöi 8 ekrur á jörö sinni um
sumarið. Átti hann eina samoksuxa, er hann hafði
komið með að sunnan. Um haustiö vann Benedikt
Jóhannesson suöur í Minnesotaog kom með annað uxa-
samok og nokkura gripi heim aftur. Sigurjón var
heima og heyjaöi mikiö. En um haustið geisuðu
sléttueldar vestur um öll fjöll og ofanfyrir þau. Náöu
þeir alla leið ofan til Cavalier. í þeim eldum brunnu
öll hey Sigurjóns. Haföi hann geymt spariföt sín í
einum heystakknum, því lítið var um húsakynni og
brunnu þau með. Sjálfur var Sigurjón fjarri, þegar
eldarnir geisuöu yfir.
Um haustiö fór síra Páll suður til Goose River
til Harstad prests hins norska, er komið haföi að
heimsækja hann urp sumariö. Safnaði hann þar hveiti-
h°rni, er hann fekk hjá norskum bændum, mikiö fyrir
tillögur Harstad prests, handa nýlendumönnum til út-
sæðis um voriö. Fekk hann ekki nema fáein bushel
Ólafnr S. fhorqeirsson: Almanak.