Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Page 62
42
StokkhlöSum í Eyjafirði. Sumariö 1879 seldi hann
jörö sína í Minnesota efnuðum bónda, sem kom frá
Islandi þaö sumar, Birni Gíslasyni frá Hauksstööum.
Sama haustiö fór hann kynnisför noröur til Pembina
County, skoðaöi sig þar rækilega um, leizt vel á sig,
hugði þar landkosti góða óg réö með sér að flytja
þangað norður að vori. 16. maí vorið 1880 lagði hann
af stað með konu sína, son á fyrsta ári, Friðrik Pétur,
tengdamóður, systur hennar, þóreyju Ólafsdóttur frá
Munkáþverá í Eyjafirði, Einar Thorlacíus frá Akureyri
og son hans, Hallgrím Thorlacius, er tekinn hafði verið
til fósturs af þeim tengdaforeldrum Eiríks. I förinni
voru einnig Kristinn Ólafsson frá Stokkahlöðum og
síðast Víðirgerði í Eyjafiröi með stóra fjölskyldu, Jón
Brandsson frá Brekku í Saurbæjarsveit í Dalasýslu,
með konu og börn, Hafliði Guðbrandsson frá Hvíta-
dal í Dalasýslu, Kristján Samúelsson frá.Máskeldu í
sömu sveit og Guðmundur Jónsson úr Tungusveit í
Strandasýslu. Ók fólk þetta á uxum alla leið norður
og var næstum fjórar vikur á leiðinni. Kom það á
laugardag í Vík. Var áð þar með konur og börn og
farangur allan í tvo-þrjá daga meðan bændurnir
skoðuðu sig um suður við Park-lækinn, því þar var
þeim helzt í hug að berast fyrir. þar hafði Eiríkur
Bergmann fengið augastað á landbletti sunnan undir
skóginum, rétt við hliðina á landnámi þeirra Benedikts
Jóhannessonar og Sigurjóns Sveinssonar þegar haust-
inu áður. þeir samferðamenn hans hurfu líka brátt
aftur og sóttu fólk sitt og farangur. Námu þeir þálönd
sín Eiríkur Bergmann, Kristinn Ólafsson, Jón Brands-
son, Hafliði Guðbrandsson, Kristján Samúelsson og
Guðmundur Jónsson. Á landi Eiríks, sem Norðmaður
einn hafði ánafnað sér, var húskofi, sem hægt var að
flytja inn í og búa í, þangað til um haustið, að búið var
að gjöra-betra hús. Hinir gjörðu hreysi á löndum sín-
um eins fljótt og við varð komið og lá fólkið á með-
an á vögnunurn, sem tjaldað var yfir. Eiríkur hafði
qm 20 gripi, 10 kindur og þrenna samoksuxa, Jón