Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Síða 81
6i
vel aö yrkjast á og vildi þá stöku sinnum grána gam-
aniö, en aldrei var þaö nema í svip. Varð svo mikið
fjör í ljóðageröinni, að ekki var örgrant um, að sá er
snemma morguns legði á stað frá heimili sínu eftir
förnum vegi, kynni að flnna brag um sjálfan sig eða
einhverja aðra hangandi í limum trjánna með fram
veginum. Mest var fjörið að vetrarlaginu. þá voru
annir ekki eins miklar. A sumrin var alt fjörið oftast
látið ganga til vinnunnar. Stundum bar svo við, að
einhverjum ungum manni norður í Víkur-bygð flaug
sú fregn í eyra, að samkvæmi ætti að vera suður við
Park, er allir væru velkomnir í,—svo var annars um
öll samkvæmi á þessum dögum—, og að þar mundi
líka eiga að verða dans. Var þá ekki ómögulegt, að
honum kynni í hug að' koma, einhver stúlka, er honum
þætti gaman að að bjóða á samkomuna. Fór hann þá
að brjóta heilann í, hvernig hann mætti koma þessu
til leiðar. Gangandi gætu þau ekki farið, það væri ó-
hugsandi. Tók hann það ]?á ef til vill til bragðs, að
fara til einhvers nágranna, sem bjó svo sem í þriggja
eða fjögra mílna fjarlægð, fá hjá honum uxasamok og
vagn og bjóða svo stúlkunni til farar. Vel gat svo
farið, að hann. yrði þess fyrst var, er stúlkan ætlaði að
klifra upp í vagninn, að vagnkassinn var helmingi
dýpri en vanalega, svo þegar stúlkan var komin upp í
trésætið, sem ef til vill var með fjöður undir öðrum
enda, en engri undir hinum, sveif hún þarna óraleið
fyrir ofan hann og náði hvergi fótum sínum niður.
Sjálfur mátti hann búast við að ganga alla leið og
teyma uxana, því hjá íslenzku bændunum urðu akneyti
sjaldan betur tamin en svo, að teyma þurfti. Nú voru
að minsta kosti 8 mílur til skemtistaðarins. Alla leið-
ina þurfti hann því að ganga, en hún að láta fæturnar
lafa ofan úr sætinu. Stundum kunni það að atvikast,
að honum varð litið ofan á fötin sín og sá hann þá að
kornið var gat á skóinn undan stóru tánni, eða stóra
bótin á hnénu á honum varð' til að hneyksla hann. En
hann herti upp hugann, togaði rauða silkivasaklútinn