Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Blaðsíða 103
aldsson ; Kristján Kristjánsson (engineer) ; Kristján
Skagfjörö og Lárus og Gísli Frímann (eina saman).
Hver þreskivél kostar nú um 3,500 dollara.
36. OPINBER STÖRF.
Mjög hafa nýlendumenn tekiS eindreginn þátt í
opinberum landsmálum. Fyrst framan af voru flestir
f}dgjandi flokki repúblíka. En þegar fram liSu stund-
ir urSu margir demókratar eSa popúlistar. Eiríkur
Bergmann var settur County Commissioner eSa sýslu-
nefndarmaSur 1885 og síSar kosinn til aS gegna því
embætti. ÁriS 1888 var hann kosinn þingmaSur.
þaS var árinu áSur en Norður-Dakota varS ríki. Hann
hefir fylgt flokki repúblíka frá upphafl.—Skafti Brynj-
ólfsson, sonur Brynjólfs Brynjólfssonar frá SkeggstöS-
um í Húnavatnssýslu, var kosinn í efrimálstofu NorS-
ur Dakota þingsins áriS 1890, til tveggja ára. Hann
fylgir flokki demókrata. Árni Björnsson, sonur þor-
láks Björnssonar frá Fornhaga í Hörgárdal í EyjafirSi,
hlaut kosningu repúblíka flokksins, sem hann fylgdi
aS málum, til Norður-Dakota þingsins, og sat hann í
neðri málstofunni á tveimur þingum (1893—94).—
Stefán Eyjólfsson frá Ósi í Hjaltastaðaþinghá var kos-
inn til neSrimálstofunnar 1894 af flokki popúlistanna,
sem hann var þá fylgjandi, og sat þar tvö ár. 1891
var hann kosinn County Commissioncr. Jón þórðar-
son, ættaður úr Eyjafirði, var kosinn þingmaður til
neðrimálstofunnar 1898 og endurkosinn 1900 af flokki
repúblíka, sem hann fylgir. Jón Jónsson frá Mjóadal
í BárSardal var kosinn Connty Commissioncr 1888.
þeir Tómas Halldórsson úr Snæfellsnessýslu (Stykkis-
hólmi), Sigurjón Sigfússon frá Krossanesi við Eyja-
fjörS og SigurSur SigurSsson, systursonur Einars Ás-
mundssonar í Nesi í HöfSahverfi, hafa allir gegnt þessu
sama embætti hver á eftir öSrum. Var hinn síSast-
nefndi kosinn af flokki repúblíka viS síSustu kosningar
(1900) fyrir yfirstandandi kjörtíipabil.