Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Qupperneq 104
84
Daníel Jakob Laxdal, málafærslumaöur í Cava-
lier, bróöir Eggerts Laxdal, kaupmanns á Akureyri,
var gjörður umsjónarmaður opinberra jaröeigna í
Norður-Dakota-ríkinu áriö 1899. Hefir hann gengt
því embætti síðan. Sumarið 1901 var embættistími
hans runninn út, en hann var j?á aftur lengdur um
næstu tvö ár af forseta (Governor) ríkisins og nefnd
þeirri, er hefir um slík mál að fjalla.
Tveir nýlátnir landnámsmcnn.
(Sjá myndir þeirra hér að framan.)
JÓHANN PÉTUR HALLSSON.
Jóhann Pétur Hallsson var sonur Halls Asgrímssonar, bónda á
Geldingaholti í SkagafirSi og hálfbróðir síra Jóns Hallssonar, prófasts
að Glaumbæ. Hann var fæddur árið 1823. Ólst hann upp í föður-
garði, þangað til hann var um tvítugsaldur. Fór hann um það bil að
Höfða á Höfðaströnd til Ragnheiðar Pálsdóttur, sem þá var ekkja.
Gekk hann að eiga hana 1845. þar bjuggu þau nokkur ár og fluttu
síðan að Skriðulandi í Kolbeinsdal í Skagaflrði og voru þar fjögur eða
fimm ár. þaðan fluttu þau að Traðarhóli hjá Hólum í Hjaltadal og
voru þar að eins vetrarlangt og fóru þá að Nautabúi í Hjaltadal og
voru þar eitt eða tvö ár. En þaðan fluttust þau að þorleifsstöðum í
Blönduhlíð í Skagafirði. þar bjuggu þau í 14 ár. Að þeim liðnum
fóru þau að Egg í Hegranesi ogbjuggu þar í tvö ár. En þaðan fluttu
þau til Nýja Islands árið 1876.
í Nýja íslandi dvaldi Jóhann með fólk sitt hér um bil hálft annað
ár, þangað til hann flutti til Dakota 1878 og gjörðist eiginlega fyrsti
landnámsmaðurinn í þeirri nýlendu. Hefir það atriði í æfisögu hans
verið skýrt hér nægilega að framan. Mun hann lengi í minnuni hafð-
ur fyrir dugnað þann og kjark, er hann sýndi í því, að verða fyrstur
manna til að rífa sig upp frá Nýja Islandi, ryðja braut fyrir alla þá, er
á eftir komu, og nema land býsna langt frá öðrum mannabygðum.
Hyggindi hans og hepni kom meðal annars fram í því, hvernig hann
valdi sér jörð. Reyndist jarðvegurinn þar hinn bezti, og alls staðar í
kringum hann ; svo þeir, er námu lönd í grend við hann, hafa allir
ágætar jarðir. Jóhann Hallsson var áhugasamur um fleiraen búskap-
jnn og velviljaður hverju góðu málefni, er hreyft var í nágrenni við