Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Síða 107
talaði til mín nokkurt stygðaryrði. Rétt áðnr en hann andaðist, var
eg hjá honum og las honum nokkuð langa ritgjörð nýprentaða og við
töluðum um hana fram og aftur. Hann var klæddur og á tiakki, en
mikið lasinn. Fáeinum augnablikum seinna, var eg kallaður inn ti
hans, og þá var hann að skilja við.
Guð blessi minninguna hans föður míns hjá sjálfum mér og öllum
þeim, er hann þektu !
F. J. B.
Brasilíu-ferðir /’ingeying’a.
Eftir Jón Borgfirðing
á Akureyri,
Fyrsta vesturfara-hreyfing hófst meö því,að Einar
Ásmundsson, bóndi og umboðsmaður í Nesi í Höfða-
hverfi, gaf út umburffarbrcf, dags. 4. febr. 1860, er
gekk um þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslur í þeim til-
gangi, að þeir, sem vildu, rituðu sig á það til vestur-
farar. I bréfinu var tekið fram, að það væri ritað að
tilmælum ýmsra manna til þess að stofna og auka fé-
lagskap, miðandi að því, að menn gætu komist vest-
ur um haf, og gætu náð þar í óbygt land, með sem
bestum kjörum, þar sem haganlegast væri fyrir Islend-
inga að búa. En á umburðarbréf þetta munu þó fáir
hafa ritað nöfn sín. Síðar kom bréf þetta út í Norðra
29. febr. sama ár (8. árg., bls. 13—14), með athuga-
semdum eftir ritstjóra blaðsins, Svein Skúlason. Ut
af því spanst ritdeila milli Einars og Sveins, þar sem
hann prentaði bréfið að Einari fornspurðum. Meðal
annars tók Einar það fram í svari sínu gegn athuga-
semdum Sveins, er kom út í Norðra 31. marz s. á., að
út af fjárkláðanum, er upp væri kominn á Suðurlandi,
liti út fyrir ískyggilegt ástand í landinu. Féll svo mál
þetta um sinn í þagnargildi. Enda mun sumt af á-