Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1907, Síða 52
24
OLAFUR s; THORGEIRSSON:
hann var 12—13 ára g'amall. Þá fór hann til Péturs
Hafstein amtmanns og var hjá honum að mestu leyti,
þangaS til hann var tvítugur; fyrstu árin sem léttadreng-
ur og fylgdarsveinn, seinni árin sem skrifari hans. Frá
Hafsteini amtmanni fór hann árið 1872, eða ári eftir að
hann fór frá embætti.
í æsku naut Sigtryggur tilsagnaríalmennum fræðum,
svosem skrift,reikningi og dönsku,hjá farand-kennara ein-
um, Tómasi Davíðssyni. Var hann einn ef elztu umferða-
kennurum á Norðurlandi og var stundum nefndur tungu-
mála-Tómas, því hann var þá manna bezt að sér í tungu-
málum. Kendi hann mörgum, er síðar hafa vel að manni
orðið, og bera þeir allir til hans hlýjan hug, því hann var
ljúfmenni mikið og góður drengur og lagði ávalt alúð
mikla við þá, er nám stunduðu hjá honum. Er hann enn
á lífi og mun hafast við á nýbýli einu í Kræklingahlíð.
Við veruna hjá amtmanni og þau störf, er Sigtr. var
þar trúað fyrir, óx svo smám saman þekking hans fyrir
æfing og eftirtekt,að hann ritaði dönsku laukrétt og kunni
jafnvel töluvert í ensku, áður hann fór frá Friðriksgáfu.
Þegar amtmannaskifti urðu, fekk hann tilboð frá
Christiansen amtmanni um að gjörast skrifari hans. En
þá var útfararþrá komin í huga hans. Var hann farið
að langa til að skoða sig um í heiminum og sjá siðu ann-
arra þjóða og háttu. Hefir sú útfararþrá ef til vill aukist
við að komast niður í ensku máli. En tilsagnar í því
hafði hann notið hjá dóttur Hafsteins amtmanns, Þórunni,
er síðar varð frú Jónassen, landlæknis í Reykjavík.
Sumariði872 kastar hann teningum og ræðst til Amer-
íkuferðar. Þeir bræður, síra Páll heitinn Þorláksson og
Haraldur bróðir hans,voru þá komnir til Milwaukee-borg-
ar í Wisconsin-ríki. En þeir voru þá einu ísl. Ameríku-
farar, er nokkurar sögur höfðu farið af. Sigtryggur er