Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1907, Page 60
32
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
farist þetta betur, þó misjafnlega væri um þaS dæmt og
þakkir litlar.
Fólksfjöldi allmikill var nú til nýlendunnar kominn
ogf nú lá þaö fyrir hendi aS koma einhverju skipulagi á
mannfélag þessara frumbyggja, svo þeir gæti samiS sig
aS siSum mentaSra þjóSa. Eitt fyrsta ætlunarverk Sig-
tryggs Jónassonar var nú aS gangast fyrir því, aS á kæm-
ist bráSabirgðar-sveitarstjórn, meSan nýlendan var eins
og fyrir utan landslög og rétt. Gekk þetta allgreiSlega
og er nýlendumönnum til mikils sóma. Eftir sýsluskip-
unar-fyrirmynd Ontario-fylkis var sveitar-ráð kosiS, eSa
eins konar sýslunefnd, til aS annast hag nýlendunnar
allan. Var Sigtryggur Jónasson kosinn forseti sveitarráSs
þessa og var þaS lengst af meSan bráSabirgSarskipulag
þetta var viö lýöi.
Fyrsta og helzta fyrirtæki, er nýlendubúar réSust í,
og stórfyrirtæki mátti kalla, þegar litiS var á efni og á-
stæSur, var stofnan vikublaSsins Framfara. Til aS
hleypa því fyrirtæki af hlunnum varS aS mynda hlutafé-
lag. Gekst Sigtryggur Jónasson nú fyrir því, aS slíkt
hlutafélag yrSi stofnaS, lagSi ríflega fé til, og bar kostnaS
allan, útgjöld og áhyggjur fullkomlega að sínum parti.
Tók hann þegar viS ritstjórn blaðsins og hafði hana á
hendi, þangaS til Halldór Briem tók við henni. Og þegar
Halldór fór frá,tók Sigtryggur aftur viS ritstjórn, því ekki
vildi hanti láta þaS fyrirtæki falla, fyrr en eigi væri annars
kostur.
Að öSru leyti bjuggu þau hjón búi sínu á Möðruvöll-
um. Þótti þaS höföingjasetur og gott til þeirra að koma,
eins og ávalt síöan. Var þar fjörugur þáttur tekinn í ný-
lendumálum öllum. Gekst Sigtryggur fyrir skólakenslu
fyrir ungmenni þar við fljótið og var þaS nauBsynjamál
mikiS. LýSskólaskipan fylkisins náSi enn auSvitað ekki