Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1907, Blaðsíða 65
ALMANAK I907.
37
stærri framfaramál. til meðferðar en áður hefði átt sérstað
Þykja þaú orð hafa ræzt, því síðan hefir hvert stórmálið á
fætur öðru verið lagt fyrir alþingi og ýms náð fram að
ganga.
Frumvarp þetta varð til þess að gufuskipafélagið
danska gjörði tilboð miklu aðgengiiegri en áður, bæði um
millilandaferðir og strandferðir. Reglulegar strandferðir
austur og vestur um land, eins og farið var fram á í frum-
varpinu, komust nú á og millilandaferðir urðu miklu tíð-
ari en áður. Dönum hefir ekki litist á blikuna, ef Eng-
lendingar og Ameríkumenn færi að verða keppinautar
þeirra. Þó frumvarpið væri eyðilagt í efri deild, virtist þó
árangurinn af þeim umræðum, sem út af því spunnust,
hafa verið nokkur.
Nú virðist stjórn íslands hafa í hug að gangast fyrir
því,að járnbraut verði iögð frá Reykjavík austurtilÞjórsár,
eins og frumvarpið fór fram á. Hafa landmælingar verið
gjörðar að tilhlutan stjórnarinnar áþessu svæði síðastliðið
sumar, í þeim tilgangi að öllum líkindum að undirbúa
frumvarp, er lagt verði fyrir næsta þing um járnbrautar-
lagning.
Góð hugsan heldur leiðar sinnar þrátt fyrir alla farar-
tálma. Engum er unt að hefta för hennar. Þó hún sé
landræk gjör í bili og verði að fara huldu höfði um stund-
arsakir, ber hún aftur að dyrum og ríður til þings með
fögru föruneyti á sínum tíma. Ef til vill mætti segja
ferðasögu fleiri slíkra hugsana héðan að vestan, er fóstur-
jörð vorri hafa að góðu haldi komið. Vonum vér, að þær
verði fleiri og fleiri. En minst er um ættartölur vert og
ættfæring. Hitt er mest um vert, að haidgóðar hugsanir,
er líklegar sé til að vinna bug á öllum hindrunum og for-
dómum, er mennirnir í blindni leggja á leið þeirra, komi
2