Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1907, Blaðsíða 74
46
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
og kveikti í vagninum, svo nærri lá aö öll lestin væri í
voöa. Fyrir þessa sök fleygöi lestarstjórinn Edison og öllu
dóti hans út úr lestinni, og gaf honum að skilnaði þvílíkan
löðrung á annað eyrað, að í því gróf og hann misti heyrn
á því, en heyrnin dej'fðist á hinu. Edison hefir því verið
heyrnardaufur ætíð síðan, og hefir það komið sér mjög
illa, ernkum við tilraunir hans að umbæta telefóninn og
fónógrafinn. — Hið næsta fyrirtæki unglingsins Edison’s
var að útvega sér dálítið af letri og gefa út ofurlítinn
fréttablaðs-snepil á Grand Trunk lestinni, er hannnefndi
,,The Grand Trunk Herald“. Á ferííalögum sínum nreð
járnbrautarlestunum sem fréttablaða-sali rak hann sig á,
hve þýðingarmikill telegrafinn var og kyntist ýmsum tele-
grafistum. Hann ásetti sér því að læra telegraf-listina;
brjóstgóður vagnstöðva-yfirmaður nokkur bauð honum
aðstoð sína í þessu, og á hverju kveldi kom Edison til
hans, eftir langt dagsverk, og æfði sig í listinni. Með
stakri elju og tilsögn yfirmannsins tókst honum að læra
telegraf-listina á hér um bil 4 mánuðum,og varð síðan ein-
hver hinn snjallasti maður í henni á þeim slóðum. Hann
var um hríð telegrafisti hjá GrandTrunk járnbrautarfélag-
inu í Port Huron í Michigan-ríki, í Stratford í Ontario-
fylki, Canada, og svo í Adrían í Michigan-ríki. Þar setti
halin á stofn dálítið verkstæði, til að gera við telegraf-
áhöld og búa til nýstárleg áhöld. Frá síðastnefndum bæ
flutti hann til Indianapolis, höfuðstaðarins í Indiana-ríki,
og þar fann hann upp hinn svonefnda antomatic reþeater,
verkfæri, sem mannlaust séndir skeyti frá einum telegraf-
þræði til annars. Þaðan ranglaði Edison til borgarinnar
Cincinnati í Ohio-ríki, Louisville í Kentucky, Memphis í
Tennessee, og Nevv Orleans í Lousiana-ríki, en þaðan fór
hann aftur til baka til Cincinnati. Þá var hann tvítugur
að aldri og fór ;tð verða kunnur sem heppinn uppfundn-