Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1907, Blaðsíða 83
ALMANAK I907.
55
Eftir litla stund komu enn nokkurir menn ríðandi, en
fóru ekki eins gfeyst og þeir fyrri. Allir voru þeir í
síðum kápum og með barSastóra hatta á höfði, eins og
Antoníó. — Rétt í því, að þeir voru að fara fram hjá,
hneggjaði hesturirin, sem eg sat á. Mennirnir stöðv-
uðu nú hesta sína og horfðu inn í göngin.
,,Vertu fyrir svörum, ef þeir ávrarpa okkur“, hvísl-
aði Antoníó að mér; ,,nefndu ekki nafn mitt“.
,,Hver er þar? Svaraðu fljótt !“ sagði einn af mönn-
unum, og það var auðheyrt á röddinni, að hann \rar bæði
sterkbygður og skapmikill.
,,Það er maður“, sagði eg.
,,Hvað heitirðu?“
Eg sagði honum það.
„Hvaðan kemurðu?11
,,Ríó“, sagði eg.
,,1-Ivaða götu?“
,,Rúa dó Ouvídór“.
,,Númer?“
,,98“
,,Hvað ertu að fara?“
,,Hingað“.
,,Hvað ertu að gera þarna?“
,,Bíða“. sagði eg.
,,Og eftir hverjum?"
,,Vin mínum“.
,, Við skulum halda áfram“, sagði maður, sem var
aftastur í hópnum; ,,okkur varðar ekkert um mann þenna
eg heyri það á málfæri hans að hann er út!endingur“.
Mennirnir héldu svo áfrani.
,,Þú svaraðir vel“, sagði Antoníó, þegar hófadynur-
inn var að deyja út í fjarlægðinni.
3