Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1907, Síða 89
ALMANAK IQOJ.
6l
„Svo þú hefir þá komiS um jarögöngin?" sagöi
maðurinn.
„Já,“ sagöi eg.
„Þú ert Tó ekki eitin af heimamönnunum héma?“
„Nei, þaö er eg ekki,“ sagöi eg.
„Hvaða erindi áttu hingaö?“ sagöi maðurinn.
Þaö kom nú ofurlítiö hik á mig, því eg vissi ekki,
hverju eg ætti aö svara; en alt í einu datt mér ráö i hug.
„Eg þarf að tala við húsráöanda," sagði eg.
„En þaö er hún frú Silva, sem hér er húsráöandi,"
sagöi maðurinn; „þarftu endilega aö tala við hana?”
„Já, endilega,“ sagöi eg.
Maðurinn tók nú höndina af öxlinni á mér og
horföi á mig meö undrunar-svip um nokkur augnablik,
og sagöi svo:
„Eg skal koma þér á fund frú Silva. Fylgdu mér
eftir.“
Viö gengufm svo upp breiöan stiga, sem lá upp á
loftið. En rétt í því, aö viö stigum á, efstu tröppuna,
kom miöaldra köna, há og tíguleg, út úr herbergin.u,
sem var næst uppgöngunni, og ætlaöi hún auösjáanlega
að fara ofan stigann.
„Þekkir bú þenna mann, frú Silva?“ sagöi maður-
inn, sem meö mér var.
Konan nam staðar-og virti mig fvrir sér litla stund.
„Nei, þenna mann þekki eg ekki,“ sagöi hún;
„hvaö vill hann?“
„Hann segist þurfa aö tala við þig, frú Silva,“
sagöi maöurinn.
„Við mig?“ sagöi frú Silva; „og hvernig komst
hann hingaö inn?“
„Hann kom eftir jarögöngunum," sagöi maöunnn;
,.og stóö fyrir framan dvmar á fundarsalnum, þ'egar
viö tókum, fvrst eftir honum.“
„Mér þykir þetta nokkúö undarlegt,“ sagöi frú
Siiva; ,.en hvað viltu viö mig tala, maöur?“