Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1907, Qupperneq 100
72
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
unum eigi ósjaldan boriö á brýn, aö Þau mælti meö út-
flutningi af íslandi af eigingjörnum hvötum. I>au
væri erindrekar stjórnarinnar í þeim málum, ekki síð-
ur en einstakir menn, er til íslands væri sendir til aö
lei'ðbeina vesturförum.
Bæklingi Gröndals var svarað með öðrum eftir Jón
Ólafsson, sem jafneindregiö tók í streng á móti þessum
sögum og var Vestur-íslendingum 'Jar á alt annan veg
borin saga. Uröu menn því svo fegnir, aö einhver varö
til þess á íslandi aö tala rnáli Vestur-íslendinga og bera
hönd fyrir höfuð Þeim, að stofnaö var til samskota
handa honum í ritlauna skyni. Var býsna alment teki'ö
þátt í samskotum þessum, svo að á sumum stööum gaf
nálega hver maður. Var það upphæö allálitleg, sem
Jóni Ólafssvni var send.
Aldrei höfðu jafn-fátækir innflytjendur komið frá
íslandi og Þeir, sem hingað fluttust árið 1888, en flest
af þ'VÍ' var hraust fóllc, er langaöi til að leita sér atvinnu,
hvar sem atvinnu var hægt a'ð fá. Eitt af því, sem
Vestur-íslendingar tóku sér nærri um þetta leyti, var
það að sveitarstjórnir á íslandi keptust við að senda
sveitarómaga vestur, til þess að losast með þ.ví móti við
byrðina. Var margt af því fólki ósjálfbjarga öldungis,
er liingað kom, og ekki alt sérlega líklegt til að bjarga
sér. ÓsjaJdan voru upp komin börn, er likleg voru til
að ver'ða að gagni, eftir skilin til að vinna af sér skuld-
ina, en foreldrar sendir með börn í ómegð, s'em hér áttu
engan að, og hlutu að verða Vestur-íslendingum til-
finnanleg byrði. Urmull af Þessu blásnauða fólki kom
hingað til lands og má nærri geta, hve tilfinnanleg sú
byrði hafi verið, þar sem efnahagur allra stó'ð enn á
næsta völtum fæti og hver maður þurfti á, öllum uggum
og roðum að halda.
En þegar á hjálp þurfti að halda handa nýkomnu
fólki, bar það ósjaldan við, aö menn tóku bitann frá