Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1907, Qupperneq 107
ALMANAK I907.
79
lýsa eru vonbrigöin,—hvernig loftkastalar þeir, er menn
koma með í huga sínum og lítinn stuöning eöa enga'n
hafa í veruleikans heimi, hrynja og falla í rústir. Iiver
maöur, sem flytur til þessa nýja lands, veröur fyrir þess-
um vonbrigðum aö einhverju leyti, og hefir fundið álíka
sárt til eins og Ólafur út af uppsögn unnustunnar. Sag-
an er að þessu leyti ágæt lýsing þess, sem fram hefir
farið í hjarla hvers Vestur-íslendings mieð ýmsum til-
breytingum. En sú lýsing nær að eins yfir fyrstu augna-
blikin. Hún er eins lconar forspjall að eins þeirrar sögu,
sem þá hefst og enn er órituð. Hún fylgir Ólafi að eins
út á sléttuna, þar sem hann léttir hörmum vonbrigðanna
af sér með tárum. En hún segir ekki frá því, hvernig
Ólafur rís á fætur rftur og ryður sér braut i nýjum
heimi. Hann er hælislaus fyrstu nóttina, en það líður
ekki á löngu, þangað til hann hefir eignast þak yfir höf-
uð sér cg er farinn áð hokra. Og þegar nokkur ár eru
liðin, er hann orðinn þeim nokkurn veginn. jafn-hliða,
sem búskap byrjuðu löngu á undan honurn og betur
stóðu að vígi í öllum efnum. Og iþó Helga brygðist
honum illa og hyrfi honum sjónum í dulargerfi hégóm-
legrar Nellie, fekk hann aðra trúfastari meðhjálp, sem
aldrei breytti um nafn og gjörði honum lifið bjart og
unaðsríkt.
Hvernig Ólafi gekk, er hann reis á fætur og hristi
rykið af fótum sér eftir fyrstu vonbrigðin — þvi eiga
skáldin eftir að lýsa, og er það þó efni í margar góðar
sögur.
49. Starfsemi Good-Templara.
E:ns og áður hefir verið drepið á, var töluverður
drvkkjuskapur með íslenchngum um þessar mundir.
Allflestir .þeirra, er hér voru þá, fluttust frá íslanch um