Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 129
ALMANAK 1917
123
aS læra níu vetra, svo aö eg gat fariö meö allar innvitnanir
laukrétt, og jiess utan eitthvaö ofurlítið í reikningi. Aftur
var minna um jiaö, aö mér væri kent aö skrifa. Einhv'ern
tima á sjöunda ári eignaöist eg stafrófið. Var jiaö feröa-
maður, sem skrifaöi og gaf mér, er hann var veðurteptur á
Þorskafiröi. En pappír haföi eg ekki annan, en óskrifuð
sendibréfa brot. Góöa fjaðurpenna læröi eg snemma að
skera.
Þegar á jiessum barnaárum, á skeiðinu frá sjö til átta
ára, held eg, aö mér liafi smám saman skilist, að allar leiðir
til skólamentunar væri mér lokaðar. En þá kom jieim mun_
meir i Ijós löngunin til aö fá einhverja þekkingu á smíðum.
Fór eg snemma að bera mig eftir henni og verja öllum tóm-
stundum til aö þokast jiar eitthvaö í áttina.
Voriö 1844 fluttist mislingasótt til íslands og æddi um
land alt, meö margs konar meinum og kvillum, sem hún
v'analega hefir i eftirdragi. Allir á heimilinu lögðust í eina
dyngju og var eg sjálfur einn hinna fyrstu. Eftir fjögurra
daga legu, varö eg Jió aö fara á fætur til að takast á hendur
að sitja yfir fé. Sumariö v'ar mjög rigningasamt og átti
eg oft slæma daga. Var hvað ofan í annaö veikur af kvillum,
sem mislingasóttinni fylgja. Var mér þá oft og einatt
brugðið um leti, jió eg gæti ekki að gert. Gekk jjaö svo.
þar til um haustið, nokkuru eftir réttir, einn kaldan morgun,
er fé var tekiö frá til slátrunar, aö eg féll niöur svo mátt-
vana, aö mig varö að bera heim. Var eg þá rúmfastur í
atta vikur, og af Jieim tíma lá eg með óráöi i hálfan mánuð,
svo eg vissi ekkert til mín. Þegar eg raknaði úr jiví roti,
fór mér smám saman að létta, en mjög illa var eg útleikinn,
heyrnarlaus og sjónlítill; misti eg þá alt hár af höfði, en
komst nokkurn v'eginn til heilsu um vorið. Þá var maður
l;ar í sveitinni, að húa út skip, dálítinn sexæring, til fiski-
vciöa vestur í sveit, veiöistöö fyrir vestan Látrastaö, sem
Látur kallaðist. Var Jiaö afráðið, aö láta nr'g fara með
skipi jiessu sem hálfdrætting, og var eg allfús til farar.
Þegar í veiðistöðina kom og fiski byrjaði á handfæri, reynd-
ist eg svo fisksæll, að eg var tekinn til hlutar. Alt gekk
bærilega og kom eg heim heilu og höldnu, dálítið rogginn af
sjómenskunni. Það sumar var eg viö heyvinnu. Um haust-