Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 149
ALMANAK 1917
143
leiö öllu vel og fekk eg beztu viðtökur. Margir, sem eg
hitti á þessari leið og trúaðir voru orðnir á sögu Stefáns
sýslumanns, ráku upp stór augu, nema síra Þórarinn og
Gunnar, sem alls engan trúnað höfðu lagt á sögu hans.
Skömmu síðar lagði eg út á ísafjörð, til að sýna mig og sjá
aðra, og til að sækja skip, sem eg átti þar i geymslu, ásamt
öðru fleira. Þangað hafði ekkert frézt um heimkomu mína,
og urðu margir steinhissa af að sjá mig horfinn heim aftur.
Margir vildu spyrja mig frétta úr ferðum mínum, en eg var
spar á þeim. Sagði þeim, að þeir yrði að bíða, þar til er
eg legði fram ferðaskýrslu mína; myndi eg gera það, ef eg
lifði til vorsins. Er nú stutt yfir sögu að fara. Eftir rúm-
an hálfan mánuð, sem mest gekk í ferðalög og ýmsa að-
drætti, var eg aftur seztur á laggirnar og farinn að smiða.
Eg samdi ferðaskýrslu mína eins greinilega og vel og mér
var unt.
Sýningarmunirnir komu með beztu skilum með v’orinu.
Var eg svo heppinn, að fá gott húsrúm á ísafirði til að sýna
þá og raða þeim niður; kom eg þeim svo fyrir, að þeir
mynduðu eins konar sýningu í smáum stíl. Síðan boðaði
eg til almenns fundar með löngum fyrirvara, til hagræðis
fyrir þá, sem þangað vildu koma. Fundurinn var heldur
vel sóttur, jafnvel af mönnum, sem heima áttu utan kaup-
staðar. Eg las upp skýrslu míná, sem var býsna löng, svo
skýrt og áheyrilega, sem eg hafði lag á. Lagði eg þar
einnig fram blöð, bæði norsk og dönsk, er skýrðu frá ein-
hverju í sambandi við mig og ferð mína. Eg lýsti hinu
góða hugarfari Norðmanna í garð Islands og löngun þeirra
til að komast í nánari kynni og viðskiftasamband við ísland.
Benti eg á, að til þess þetta mætti takast með góðum á-
rangri, riði mest á áreiðileik og skilsemi af hálfu Islendinga.
Eg .mintist að verðugu góðv'ildar etazráðs Árna Sandholts
og þeirra félaga, og lét í Ijós von um, að viðskiftamenn
þeirrar verzlunar á ísafirði létu þá heldur njóta þess en
gjalda. Síðast mintist eg vonbrigða minna hinna miklu og
þess drengskaparbragðs ísfirðinga, að senda mig í ókunn-
ugt land og láta mig standa þar uppi félausan og ráðalausan.
Þessu ódrengskapar-bragði væri þeir bezt kunnugir, sem
1 - ima hefði-setið og falið hefði verið á hendur að fjalla um