Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Síða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Aðfangadagur jóla, og blindbyl- ur hafði verið allan daginn. Það leið að fimmtu jólum ævi minnar. Þau fjögur umliðnu horf- in með öllu, og nú man ég aðeins þessi jól af þeim átta, sem ég lifði fyrir austan. Austur í Ytrihrepp. En þessi hátíð stendur mér ljóslif- andi fyrir sjónum. „Þú ferð í jólaköttinn“, sagði Gína. Um leið strunzaði hún fram hjá mér, þar sem ég var á rölti um eldhús, búr og göng. Alls stað- ar fyrir, fyrir öllum. Fram með bæjarhúsinu hafði snjórinn hlaðizt upp í skafl, allt frá bæjardyrum vestur að fjósi. Stéttin var ófær með öllu, svo ganga varð um hlaðið. Allir í jólaönnum, við bakstur jólabrauðs og suðu jólamatar. Af þessu lagði bökunar- og matarilm um allan bæ. Mér höfðu verið sagðar voða- sögur af þessum jólaketti, sem krækti klóm sínum í alla þá, sem enga fengu jólagjöfina. Það hafði því verið í mér nokkur uggur und- anfarið. Hverjar vonir stóðu til, að ég, sonur vinnukonu og vinnu- manns á bænum, fengi jólagjöf? Pabbi og mamma urðu að vinna fyrir okkur, mér á fimmta ári, bróður mínum á öðru, og þar að auki voru tveir hjá vandalausum. Góðu fólki að vísu, en vandalaus- um samt. Hvernig yrði mér bjarg- að frá að lenda í klóm jólakattar- ins? Hvert átti ég að leita verndar? Jólin að nálgast og engin jólagjöf. Pabbi hafði staðið yfir sauðum uppi á mýrum og mamma að hirða kýrnar úti í fjósi. Hvernig gátu þau bjargað mér? Ekkert var lík- ara en þau sjálf lentu í jólakettin- um, og svo færi hann með okkur eitthvað út í buskann, sitt á hvern staðinn, og kannske sæjumst við aldrei oftur. Eg stóð i göngunum yfirþyrmdur af hræðslu og kvíða, og úti grenjaði hríðin. Með grátstaf í kverkunum lædd- ist ég fram göngin að bæjardyrun- um. Mjöllin smaug þar inn um hverja rifu. Eg opnaði, og um leið stóð bylgusan framan í mig, svo að mér lá við andköfum. Eg sneri mér undan, lokaði hurðinni og þræddi mig vestur með skaflinum að fjósdyrunum. Ég kunni á klínk- una og opnaði ytri dyrnar og fór inn í ganginn. Ég lokaði vel á eftir mér. Opnaði svo innri hurð- ina, og var þá kominn í hlýtt fjós- ið til mömmu. Þangað var helzt að sækja vernd undan klóm þessa hræðilega jólakattar. Það var bjart í fjósinu af lýsislampa, sem festur var í eina stoðina í fjósinu. Mamma varð mjög undrandi við að sjá mig þarna kominn inn á miðjan flór. Sagði hún því heldur höstulega: „Hvað ertu að hugsa, drengur? Ætlarðu að drepa þig, verða úti í hríðinni? Atti það að verða jólagjöfin mín þessi jólin?" Ég svaraði engu. Gísli Sigurðsson: MÍN „Komdu,“ sagði mamma, „settu þig á meisinn hérna og hreyfðu þig ekki, svo að nautið sparki þér ekki upp í básinn til kvígunnar, eins og um daginn.“ Ég mundi það allt of vel, þegar bolinn sló mig fyrir bringspalim- ar, og ég ætlaði varla að ná and- anum. Ég settist því á meisinn og lét sem minnst fara fyrir mér, en gott var að vera kominn til mömmu í hlýtt fjósið. Mamma var að byrja að gefa kúnum, þær voru átta, auk kvígunnar og nautsins. Moðbásinn var fyrir utan bás kvíg- unnar, og þar í skotinu við gaflinn var brunnurinn, yfirbyggður, og á pallinum vatnsdælan. Mikill fyr- irgangur var í kúnum, þegar mamma kom í básinn til þeirra með meisana. Þegar hún var búin að gefa þeim, barst frá þeim þetta einkennilega hljóð, þegar þær stungu hnusandi grönunum niður í heyið, tóku síðan að úðra það í sig af mikilli áfergju. Heyið var síl- grænt úthey og taða, sinn helming- urinn af hvoru í meisnum. Þær kýrnar, sem fengið höfðu gjöfina sína, rumdu af ánægju, en hinar öskruðu eftir sinni. Mamma gekk á röðina, og bráðlega voru ekki aðrir gripir eftir en kvígan og naut- ið. Kvígan var nærri búin að snúa sér við í básnum, en nautið farið að tvístíga og baula stirðlega, eins og það kæmi ekki upp baulinu fyrir langvarandi hæsi. Svo fengu þau sinn skammt og nautið hálf- an annan kýrmeis. Þegar mamma var búin að gefa, gat ég loks stunið upp við hana því, sem mér lá þyngst á hjarta. „Mamma, fer ég í jólaköttinn? Gína sagði það“. Mamma hafði stanzað við byrzluna gegnt lýsis- lampanum og tekið prjónana sína. Hún var að fellla af litlum tígla- barða. Hún leit á mig og sagði: „Nei, góði minn, þú ferð ekki í jólaköttinn.“ „En litli bróðir?“ spurði ég. „Ekki heldur,“ sagði raamma. „En þú og pabbi?“ spurði ég enn. „Jólakötturinn fær ekkert okkar í þetta sinn, mamma sér um það.“ Þar með hafði mamma létt af mér hinum þunga kvíða, sem hafði þjakað mig allan daginn. Ég gat því farið að spyrja hana um fleira, sem mér lá á hjarta. „Mamma,“ sagði ég, „ætlarðu að baða mig? Einu sinni varstu búin að lofa því að baða mig á jólunum." „Ég geri það, en ég get það ekki fyrr en milli þess að ég vatna kún- um og sópa upp hjá þeim.“ Það fór um mig feginsstraumur. „Nú dælir þú upp vatni fyrir mömmu, svo að mamma verði fljótari. Fyrst dælir þú í þessar tvær fötur, á meðan ætla ég að skreppa inn í bæ eftir lítilræði.“ Þegar mamma kom aftur, var ég búinn að dæla í báðar föturnar. Hún hafði með sér vaskafat, hand- klæði og sápu, það fann ég á lykt- inni. Þessa ilmandi sápu hafði hún fengið af Bakkanum á lestunum í vor fyrir hagalagðana sína. Sitt- hvað var hún með fleira. Nærföt og fallegu blússufötin, sem ég fékk í fyrra frá honum afa mínum í Eyvakoti á Bakkanum. Svo fór mamma að gefa kúnum vatn, og ég dældi í föturnar eftir mætti. En ég hafði ekki við, því að kýrnar voru ekki lengi að sloka úr einni fötu og sumar vildu meira. Nautið fékk tvær. Síðan héldu þær áfram að éta. Var nú ekkert til vanbúnaðar að hefja athöfnina að baða mig, en til þess hafði ég hlakkað frá því um haustið. Ég dældi því vatni í fötu og bar í moðbásinn. Síðan settist ég á meisinn minn, og mamma afklæddi mig. Hlýtt var í fjósinu, og ég fann ekki til kulda. Mamma hellti vatni í vaskafatið og lagði það á meis, þar lagði hún líka handklæðið og sápuna, sjálf settist hún á þriðja meisinn. Svo hófst athöfnin. Mamma vætti þvottapoka og bar í sápu og lagði síðan á bakið á mér. Ég hrökk við og hrópaði: „Æ, hvað þetta er voða kalt.“ Mér lá við að fara að skæla og skalf um allan kroppinn. „Svona, góði minn,“ sagði mamma, „láttu ekki svona, ég skal púa í handklæðið, þegar ég þurrka þér, og þá verður allt gott.“ Ég settist því aftur á meisinn, beit á jaxlinn og lét mömmu þvo mér upp úr sárköldu vatninu, fyrst bak- ið, svo bringuna og beiluna alla, handleggi, hendur og fætur. Mamma púaði í handldæðið, þeg- ar hún þerraði mig. Já, hvílíkri hlýju, sem hún gat andað í hand- klæðið. Hve vel mér leið hjá henni, þrátt fyrir kaldavatnsbaðið. Svo tók mamma fram nærfötin, góða ullarnærskyrtu og ullarnærbuxur. „Signdu þig nú, góði minn, áður en þú ferð í nærfötin,“ sagði mamma. „Þú veizt, að það átt þú alltaf að gera, þegar þú ferð í hreint, svo að ekkert óhreint kom- ist að þér, meðan þú ert í fötun- um.“ Ég gerði krossmark fyrir mér af enni niður á brjóst, af vinstri öxl yfir á hægri og fór um leið með signinguna: „í nafni guðs föð- ur, sonar og heilags anda“. Svo klæddi mamma mig í nærfötin, þar utan yfir í milliskyrtuna með hneppingunni út á öxlina og vel gerða brjósthlíf, saumaða í skyrtu- brjóstið. Svo færði hún mig í svart- teistóttu blússufötin frá afa. En hvar voru nú sokkarnir? Sá, sem ekki er klæddur nýjum sokkum á jólum, hann lendir áreiðanlega í jólakettinum, hugsaði ég. Mamma braut upp pilsin, tók af sér sokka- böndin og fletti niður um sig sokk- unum, og hvað kom þá í ljós? Litlir, sauðsvartir þelullarsokkar, fallega prjónaðir og vel þæfðir. Þarna hafði mamma þurrkað jóla- sokkana, jólagjöfina mína, svo að FYRSTA JOIAMINNINGIN

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.