Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Side 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Gólfið hafði verið þvegið, og svo var borinn inn meis með vel hristu útheyi og því stráð yfir allt gólfið. Þá var matur inn borinn og hverjum skammtað út af fyrir sig. Fólkið tók við matarílátunum, og sátu sumir með þau á hnjánum, þar á meðal ég. Aðrir settu þau í rúmshornið. Máltíðarinnar var neytt í þögn og lotningu. Þegar fólkið var búið að borða, stóð hver og einn upp og sagði: „Guðlaun fyrir matinn“. Svo gekk það fram með matarílátin. Hús- bændurnir svöruðu: „Guð blessi ykkur matinn“. Svo fór húsmóðir- in fram, kom að vörmu spori aft- ur inn og hafði meðferðis tólgar- kerti, sitt kertið handa hverjum. Kerti þessi voru heimagerð. Þá skiptist fólkið á jólagjöfum, og þó gjöfin væri ekki stór, var hún þeg- in með innilegri þakklátsemi og hlýhug. Pabbi var í nýju sokkun- um sínum og með nýja sauðskinns- skó með rósaleppum í, jólagjöf frá mömmu. Sjálf var hún með nýja skó og sagði þá vera jólagjöf okkar til sín. Og þar með var allur ótti horfinn við jólaköttinn, þetta klólanga dýr, enda leit ég sigri hrósandi til Gínu„ þar sem hún sat með kertið sitt og höfuð- klútinn hvíta, sem amma hennar hafði gefið henni. Þá var húslestrarbókin tekin fram og sálmabækurnar. Lestur að- fangakvöldsins var svo lesinn og sunginn jólasálmur á undan og eft- ir. Allir þökkuðu fyrir lesturinn, og síðan óskaði hver öðrum gleði- legra jóla í guðs nafni. Snemma var gengið til svefns, því að nú varð að rísa árla úr rekkju, jólamorguninn, til gegn- inga, þar sem einhverjir mundu fara til kirkju á jóladag. Það var látið loga á lampanum, og setti það mikinn hátíðasvip á baðstof- una, aðeins var dregið niður í hon- um. Og heilög jólin færðu frið og blessun um alla jörð. Gleðileg jól! Gott og jarsælt nijtt ár. Munið dijrin á jólunum. Dýraverndarfélag Hafnarfjarðar Gleðileg jól! Gott og farsælt komandi ár Þökkum vi&skiptin á li&na árinu Sundhöll Hafnarfjarðar Óskum öllu starfs- fólki voru og ■ viöskiptavinum gleðilegra jóla gó&s komandi ársr og þökkum ánægjulega samvinnu á árinu^ sem er að líða. Skipasmíðastöðin Dröfn h.f. - Byggingarfélagið Þór h.f.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.