Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Síða 10

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Síða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Það hefur margt á dagana drifið í þessi 50 ár, síðan kirkja þessi var reist. Fjárhagslegir örðugleikar hafa stundum blasað við, en úr þeim hefur ævinlega rætzt, því að söfnuður- inn hefur átt fórnfúsa menn og konur, sem hafa oft lagt ríflega fram fé til styrktar kirkju og söfnuði. Miklar og fjárfrekar breytingar hafa farið fram á kirkjuhúsinu á þessum árum. Arið 1931 var kór kirkjunnar endurbyggður og stækkað- ur. Síðan hefur kirkjan, sem áður var þiljuð að innan með panel, öll verið klædd með harð- við og rafmagnshiti settur í hana — en áður var hún hituð með kolaofni. Þá hefur forkirkj- unni verið breytt mjög til bóta, en það varð að gera til þess að hægt væri að koma fyrir pípuorgeli, sem er hinn vandaðasti gripur. Og loks á sl. ári hófust nokkrir menn og konur, sem fermdir voru í kirkjunni fyrir 30 árum, Söngflokkur kirkjunnar ásamt organista. Myndin var tek- in sumarið 1963. Sitjandi: Marín Gísladóttir Neumann, organisti. Fremri röð, talið frá vinstri: Jensína Egilsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Hulda Pétursdóttir, Gunnþórunn Egilsdóttir, Jensína Gísladóttir, Björg Sveinsdóttir, Agústa Einarsdóttir. Aftari röð: Elías Ivarsson, Yngvi 'Zofonías- sOn, Sófus Bertelsen, Svanur Jónsson, Gísli Sigurgeirsson, Sigurbjartur Loftsson, Jón Pétursson. (A myndina vantar einn kórfélaga, Jón Þorbjörnsson.) Mijnd J>essi var tekin skömmu ftjrir 50 ára afmæli fríkirkjunnar en söngflokkur- inn gaf kirkjunni kyrtla f>á er hann er klæddur á mynd- inni, og sem söngfólkið ber við allar atlxafnir er l>að syng- ur í kirkjunni. handa um að fá stóla í kirkjuna í stað bekkj- anna, sem áður voru og þóttu alltaf óþægilegir til að sitja á, og gáfu til þess mikið fé. I sam- bandi við þessar breytingar var svo kirkjan að innan máluð á sl. ári. Allt þetta og margt fleira, sem ekki er hér upp talið, hefur kostað mikið fé, svo að hundr- uðum þúsunda skiptir, en allt þetta hefur blessazt og greiðzt úr fjárhagslegum erfiðleik- um með guðs hjálp og góðra manna, og þó að dálitlar skuldir hvíli nú á söfnuðinum vegna þessara rnörgu aðgerða, þá verða einhverjir nú eins og áður til að rétta fjárhaginn við með gjöfum og áheitum. Innan safnaðarins er starfandi kvenfélag, og hefur það starfað í tugi ára. Það er orðið mikið fé, sem kvenfélagið er búið að leggja til kirkjunnar á ýmsan hátt. Það hefur unnið mjög að því að prýða kirkjuna að innan, teppa- lagt gólf og kórinn, gefið altarisbúnað og messuklæði, og fyrir nokkrum árum lét það gera forkunnarfagran og vandaðan hökul. Ég ætla mér ekki þá dul að telja upp það allt, sem kvenfélag safnaðarins hefur gefið til kirkjunnar, en það er mikið. Núverandi for- maður er frú Matthildur Sigurðardóttir. Þá er og starfandi Bræðrafélag innan safn- aðarins og er sömu sögu um það að segja, að það hefur styrkt safnaðarstarfsemina með drjúgum fjárframlögum og svo hefur það beitt sér fyrir því að lagfæra og prýða lóðina um- lvverfis kirkjuna. Formaður bræðrafélagsins er Þórður Þórðarson bæjarfulltrúi. Minningarsjóður á vegum kirkjunnar var stofnaður til minningar um frú Guðrúnu Ein- arsdóttur, er lengi var formaður kvenfélagsins og andaðist árið 1938. Hefur þessi sjóður oft hlaupið undir bagga, þegar f járfrekar aðgerðir hafa verið framkvæmdar, enda hafa safnaðar- miðlimir munað sjóð þennan, þegar þeir hafa Úr fríkirkjunni. — Ljósm.: Svavar Jóh.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.