Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Page 13

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Page 13
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 13 allir togararnir á síldveiðar og þurftu ekki á neinum þjónustu- brögðum að halda við trollin sín a meðan. En á styrjaldarárunum verður breyting á þessu. Fiski- skortur á erlendum markaði veld- ur því, að togararnir halda áfram togveiðunum yfir sumartímann og sigla með aflann. Og botnvarpan brá ekki vana sínum og hélt áfram að þarfnast handtaka kunnáttu- manna. Árið 1948 líður, án þess að nokkurt uppihald verði á neta- verkstæðinu að Reykjavíkurvegi 25. Og sá hefur hátturinn orðið á síðan. Annríkið hefur þó verið mismun- andi mikið á hinum ýmsu árstím- um. Hefur það staðið í beinu sam- bandi við það, á hvaða mið tog- ararnir hafa sótt, hvernig botninn hefur verið, sem togað var á. Verri botn þýddi meira netaslit, og það þykir kannski skrýtið, að því betri sem aflabrögð togaranna eru, því minni viðgerðir verða á vörpun- um. Það kemur til af því, að fisk- urinn lyftir vörpunni frá botnin- um og rifnar hún þá síður. Fyrir hálfu þriðja ári fór Úlfar Haraldsson út til Þýzkalands og Irlands og kynnti sér þar eftirlit °g viðgerðir á gúmbjörgunarbát- um. Síðan hefur hann haft með höndum skoðun allra slika báta bér í Hafnarfirði. Hver einasti gúmbátur verður að skoðast ár- Iega„ og munu þeir nú vera 50 til 60 í Hafnarfirði. Starfsemi netagerðarinnar hefur víða átt ítök í bænum. Með því á eg við það, að töluvert af vinnu hennar hefur farið fram á fjöl- mörgum heimilum viðs vegar um bæinn, uppi á Sólvangi, á Vífils- stöðum og víðar. Fólk, sem af ýms- Um ástæðum átti ekki heiman- gengt, átti þess kost að fá að vinna að netahnýtingu heima hjá sér. hetta hefur orðið ýmsum heimilum ómetanlegt og drjúgt búsílag. En hitt er þó vafalaust miklu meira virði, að mörgum manninum, sem vegna sjúkleika eða annars gat ekki stundað almenna vinnu, gafst þarna oft á tíðum kostur á að sýna bæði sjálfum sér og öðrum, að líka hann gat verið til gagns og aflað nokkurra tekna. Hún verður ekki mæld, hamingjan, sem fylgir til- finningunni að vera einhvers megnugur. Vistfólkið á Vífilsstöðum og Sól- vangi hefur átt marga hamingju- stund við netahnýtingar. Því hef- ur gefizt kostur á að hnýta netin þar heima, og hver og einn hefur getað ráðið vinnutíma sínum dag hvern og miðað hann við getu sína og vinnuþol. Þannig unnu til dæm- is einu sinni um 25 manns að neta- hnýtingu að Vífilsstöðum. Víst skal væna fiska veiða í netið traust. Ljósm.: Svavar Jóh. Auk þessara tveggja áður nefndu staða er nú unnið á fjölmörgum stöðum úti í bæ. Um 35 manns hefur unnið hjá netagerðinni þeg- ar mest var og mestur hluti þess fólks hefur unnið að hnýtingu net- anna heima. En alltaf er þó ann- ríki á verkstæðinu að Reykjavíkur- vegi 25, og liandfljótar og fingra- fimar konur við netahnýtingu munu áreiðanlega lengi enn gleðja augu vegfarandans í Hafnarfjarð- arvagninum. Gleðileg jól! Gott og farsælt komandi ár. Jón Gísloson s.f. Gleðileg jóll Gott og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. RAFVEITA HAFNARFJARÐAR Gleðileg jól! Gott og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. OLÍUFÉLAGEÐ SKELJUNGUR H.F. Strandgötu 25 Gleðileg jól! Gott og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. EFNAGERÐIN KALDÁ Reykjavíkurvegi 68 Gleðileg jól! Gott og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. INGÓLFSHVOLL H.F. Laugaveg 18 A

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.