Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Page 10

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Page 10
HEIMILISVINURINN io jeg fltíið? Mjer fanst að augun, sem vætu lík og eldslogi. horfa beint inn í hjarta mjer og sjá þar ekkert nema synd og saurgun. Jeg heyrði orðin: Vertu trú til dauðans! Já, mig langaði til þess að geta verið trú, En jeg fann svo vel, að mig vantaði mátt til þess. Þá var jeg barn með heit tár og bljúgar tilfinningar, en mig vantaði svo mikið. Jeg vissi ekki hvað það var að varpa allri byrði á guðs lambið, sem bar heimsins syndir — einnig mínar syndir. Jeg átti ekki Hfið í guði, sem fæst fyrir trú á Krist. Þegar jeg var háttuð um kvöldið, fór jeg að rifja upp fyrir mjer þennan dag. Mjer fannst jeg hafa tekið mjer voða þunga byrði á herðar, sem jeg nuindi aldrei verða fær um að bera. Jeg stundi þungan. Tárin runnu eptir kinnum mín- um. „Mig langar svo til að geta verið trú", hvísl- aði jeg ofur lágt, „en jeg get það ekki. Hjálp- aðu mjer, drottinn minn, — hjálpaðu mjer í Jesú nafni!“ Og þó ætlaði jeg að reyna í mínu eigin nafni, treysta eigin rammleik. Jeg fór í vistina á krossmessunni. Þar var nóg að starfa. Jeg átti að lita eptir börnunum og vera við eldhússtörfin með húsmóður minni. Og nú fjekk jeg að reyna á krafta mína. Jeg var glöð í hvert skipti sem jeg gat stillt mig um að svara ónotum, því opt varð jeg fyrir þeim af öðrum, þa fannst mjer að

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.