Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Side 13

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Side 13
HEIMILISVINURINN 13 og munnurinn síbrosandi, og þó bjó ekki sú gleði í hjarta rnínu þá, sem býr þar nú, fyrir guðs náð. Jeg giptist ungum efnilegum manni. Við reistum bú í húsi, sem við áttum sjálf; það var snoturt og þægilegt og mér fannst jeg nú hafa gripið hamingjuna höndum. Móðir mín fluttist til okkar. Mjer þótti vænt um að geta gjört eitthvað fyrir hana, sem hafði gjört svo ótal margt fyrir mig, en það varð ekki löng stund, sem hún þurfti á því að halda, hún dó litlu eptir að hún kom til okkar. Alvara lífsins byrjaði eiginlega ekki fyrir mjer fyr en með giptingu minni. Það fór líkt og hefur opt farið, maðurinn minn fór að drekka, fyrst h'tið, en það smájókst, það særði mig mjög, ekki sízt er jeg sá fram á, hvernig efni okkar eyddust. Heimilislifið, sem áður hafði verið rólegt og skenitilegt, varð nú fullt ófriðar og leiðinda. Jeg reyndi að telja um fyrir honum, en það var þýðingarlaust. Optast lauk þeim samræðum þannig, að við skildum í styttingi. Þannig fór og einn dag, sem mjer er minnisstæður, okkur varð sundurorða og hann þaut út, — hann kom að vísu braðlega heim aptur — en hvernig? Hann hafði drukkið talsvert í veitingahúsinu, og steypt- ist svo á höfuðið fram af hárri bryggju, menn nokkrir, sem voru að breiða net skammt frá, sáu til hans, tóku hann og báru hann heim til mín alblóðugan og líkari dauðum manni en lifandi. —

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.