Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Side 16
HEIMILISVINURINN
16
dagar og vikur, og jeg fór að vona aptur. Á
hverjum degi las hann í biblíunni- Einn dag
sagði hann við mig: „Björg, jeg ætla að lesa fyrir
þig einn kapitula úr þessari bók". Það var svo
himinhreinn ánægjusvipur á andliti hans, og rödd-
in var svo þýðleg.
Jeg settist þegjandi á rúmstokkinn. Svo fór
hann að lesa með óstyrkri rödd, lesa um frelsar-
ann, sem kom til að leita að hinu glataða og
frelsa það, sem kom til að fyrirgefa og græða og
láta lífið fyrir syndara. Orðin náðu ekki til sálu
minnar, af því að jeg skildi þau ekki. Jeg horfði
á hann meðan hann var að lesa, gleðin ljómaði
úr augum hans. »Hjarfa yðar skelfist ekki nje
hræðist, trúið á guð og trúið á mig“. Hann nam
staðar: „skelfist ekki nje hræðist" — sagði hann
og horfði út um gluggann, kveldsólin roðaði allt
úti fyrir, og við heyrðum í fjarlægð lóukvakið,
hún var að syngja kveðju sína, — mjer sýndist
tár glitra í augum hans. — »Jeg var svo hræddur«,
hjelt hann áfram í lágum róm, eins og hann væri
að tala við sjálfan sig, „jeg var svo hræddur,
hræddur við sjálfan mig og synd mína — jeg var
hræddur við að heyra dauðann nefndann, — en nú
er hræðslan horfin. Jeg þekki nú Krist og veit
að hann lifir, sem til lífs mjer dó“. Svo leit hann
á mig og tárin runnu eptir kinnum hans: „Skil-
urðu mig Björg", sagði hann, „við höfum nú ver-
ið saman öll þessi ár, og við höfum aldrei talað