Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Side 21

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Side 21
HEIMILISVINURINN að til og kviðið fyrir. Fermingardagurinn minn var runninn upp. Jeg var fljótur að líta út um gluggann og gæta að veðrinu. Það gat ekki betra verið, logn og blíða og hvergi regnský. Jeg hraðaði mjer á fætur og gekk upp fyrir bæ; mjer var hálf-órótt innan brjósts, og fór að labba um hólinn fyrir utan og ofan bæinn. Hann var vanur við fætur mína, opt hafði jeg rennt mjer á fjöl fram af honum, og margopt höfðum við systkinin velt hvert öðru fram af honum, ekki sízt, þegar verið var að taka saman flekkina á honum á sumrin. Stundum hafði eitt okkar setið á brekkubrúninni, þar sem hún var bröttust og reynt að varna hinum uppgöngu, og sá leikur hafði optast endað með því, að verjandinn liafði misst fótanna, og 4 eða 6 hendur „hjálpað" hon- um niður á jafnsléttu. En jeg var ekki að hugsa um þess háttar barnaleiki í þetta sinn. Skyldi jeg fá nokkuð í fermingargjöf? — Hver skyldi jeg verða í röðinni? — Ætli jeg gleymi nú ekki einhverju, þegar farið verður að spyrja mig? — Það voru aðalspurningarnar, sem jeg var að velta fyrir mjer. Presturinn ætlaði sjálfsagt að raða okkur eptir kunnattu og skilningi, fyrst við drógum ekki um sætin í gær. — Það varð líka illt út af því í fyrra, þegar dregið var, og ríkisbónda sonur, vel greind-

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.