Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Qupperneq 25

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Qupperneq 25
HEIMILISVINURINN “5 óvenjulega þýðum róm og lagði um leið höndina á öxlina á mjer. — Mjer hefði ekki brugðið meira, þótt hann hefði farið að tala útlent tungumál, ekki sízt þegar hann hjelt áfram: »Þú veizt, að mjer er annt um gæfu þína, en það er engin sönn gæfa í lífinu, ef maður lifir ekki guði. Gleymdu aldrei þessum degi, drengur minn«. Svo sneri hann sjer frá mjer, barhandarbakið UPP að augum sjer, og gekk hratt til hestanna aptur. Jeg stóð eptir sem steini lostinn, og svaraði víst engu, Pabbi hafði reyndar sagt mjer optað lesa bænirnar mínar, meðan jeg var lítill — en jeg minntist ekki að hann hefði þess utan nokkurn tíma talað um trúarefni við mig. — Og svo skyldi hann segja þetta svona innilega og alvarlega, — það^fjekk mjer nóg að hugsa um. — Fermingarloforðin f — — Hvernig hljóðuðu nú annars spurningarnar, sem jeg ætlaði að játa í dag? JeS fór að ryfja þær upp fyrir mjer. Afneitar þú af 'öllu hjarta dj’öflmum og öllum hans verkum og öllu hans athœfi r Trúir þú af öllu hjarta á guð jöður, so?i og heilagan anda ? Viltu standa stöðugur í þessum skírnarsátt- mála þínmn til þinnar dauðastundar ? Já, alvarleg voru þau. — Það var eins og kalt vatn rynni mjer á milli skinns og hörunds, þegar

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.