Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Page 26
26
HEIMILISVINURINN
jeg hugsaði um að jeg ætti að gefa presíinum
hönd rrína til að staðfesta þessi lofo.rð. — —
Jeg var svo lítill, en drottinn vissi að mig
langaði til að verða »stór, sterkur og góður, og
stoð fyrir föður og móður«. — En síðasta spurn-
ingin var erfiðust, — — »standa stöðugur?«---------
Ef jeg skyldi nú eiga eptir að lifa 60 eða 70 ár?
— — Og hvað meinti hann pabbi með þessu »að
lifa guði ?« — Ja, ef það var ekki annað en að
gjöra ekkert fjarska Ijótt, vera ekki verri en strák-
arnir á bæjunum í kring, — þá treysti jeg mjer
vel til þess. — En hann meinti sjálfsagt eitthvað
meira. — Lifði pabbi þá guði?« —
Jeg var seztur á þúfu, efasemdir, ótti og trú-
ræknistilfinningar toguðust á hjá mjer.
Jeg íór að reyna að biðja, en varð orðfátt,
en svo mundi jeg eptir versinu úr passíusálmunum:
„Víst er jeg veikur að trúa,
veiztu það Jesús bezt,
frá syndum seinn að snúa,
svoddan mig angrar mest.
Þó framast það jeg megna
þínum orðum jeg vil
treysta og gjarnan gegna,
gefðu mjer náð þar til".
Mjer varð hughægra, þegar jeg var búin að
hafa það yfir. — —
— — — Það var gaman að hleypa klárnum
eptir rennsljettum bökkununt, og opt var það aðal-