Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Síða 32

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Síða 32
32 HEIMILISVINURINN faðir minn«, sagði pilturinn, »og ef jeg gæti hlýtt öllum boðum þínum, án þess að það kæmi í bága við önnur æðri þá, —« Faðir hans greip fram í fyrir honum: »Þú ætlar að hlýða mjer, ef jeg býð þjer það, sem þjer þóknast sjálfum að gjöra«, sagði hann, »það ■er dágott dæmi um sonarlega hlýðni! En jeg ætla nú ekki að heimta neina hlýðni af þjer framar. Upp frá þessu máttu lifa og láta eins og þú vilt fyrir mjer. Þú ert myndugur, og jeg hef ekkert vald til að skipa þjer. En þó jeg hafi ekki vald til þess, þá er jeg þó húsbóndi í mínu húsi, og ef þú prjedikar nokkursstaðar í dag, þá farðu burtu hjeðan að fullu og öllu strax á morgun«. »Hinrik! Hinrik!« hrópaði kona hans. »Verði guðs vilji«, sagði Georg rólega og einbeittur, »þótt að því komi, þá vil jeg það heldur en hætta að þjóna frelsara mínum. Hann hefur sjálfur sagt: ’Hver sem elskar föður eða móður meira en mig, sá er mín ekki verður’. Faðir tninn, jeg skal fara burt úr húsi þinu á morgun, jeg verð að boða orð drottins míns í dag.« »Hugsaðu þig um! Eitt orð enn«, sagði faðir hans, er Georg gekk til dyra og bjóst til að fara. »Mundu það að nú gef jeg þjer kost á að velja í síðasta sinni. Sjerðu!« Hann benti út um glugg- ann, þar blöstu við víðlendir akrar og iðgræn engi. — »Allt þetta land er mín eign, hvert strá, hver steinn, hvert trje — jeg á það allt«.

x

Heimilisvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.