Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Page 37
HEIMILISVINTRINN
37
þú hættir ekki að prjedika" sag'ði faðir hans. „Jeg
hef verið að skrifa erfðaskrána í mest-allan dag.
Samkvæmt henni eiga öll auðæfi mín að lenda í
höndum bróðursona minna, en —“. Hann þagn-
aði snöggvast. — „Jeg er á öðru máli nú. Jeg
hef heyrt þig prjedika, Georg. Ræða þín snerti
hjarta mitt. Hjeðan af máttu prjedika, hvar og
hvenær sem þú vilt. Guð blessi þig, barnið mitt“.
Þannig mælti öldungurinn og þerraði tár af
augum sínum. Vjer reynum ekki að lýsa tilfinn-
ingum Georgs á þessari stundu. Drottinn hafði
bænheyrt hann Sannleikurinn hafði sigrað hjarta
föður hans.
Faðir hans varð allur annar maður upp frá
þessu. Hann opnaði hug og hjarta fyrir orði
drottins, og það orð varð honum „kraptur guðs
til sáluhjálpar". [G.L. pýddi].
Jósep.
Æfisaga svertingja eptir R. L. Aas, norskan trúboðsprest
á Madagaskar.
1. Bernska.
Hann var borinn og barnfæddur í Austur-
Afriku, 3—5 mílur upp frá Mosambik-sundinu.
Faðir hans hjet Anarabía og móðir hans Ananicka.