Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Qupperneq 42

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Qupperneq 42
4= HEIMILISVINURINN Þeim leið afarilla á leiðinni yfir sundið, af því að þá skorti allar nauðsynjar. Margir af þrælun- um vörpuðu sjer útbyrðis og drekktu sjer — bæði af því að þeir kvöldust svo mikið á skipinu og svo af því að þeir heyrðu að eyjarskeggjarnir væru mannætur, sein þó var ósatt. 2. í þrældóini á Mailagaskar. Eptir 5 daga ferð komu þeir til Madagaskar. Þar var Kolomba seldur þrælakaupmanni, sem hjet Ranapake. Húsbóndi hans kallaði hann Mahi- hitse (hinn skynsami). Þar var Kolomba í 8 ár og varð margt illt að þola, því að Ranapake var mesta illmenni við þræla sína. Eina nótt flýði Mahihitse með öðrum þræli, sem nú er líka orðinn kristinn maður og heitir Obeda. Þeir koniu til Ivera konungs í Menabé, lengra suður í landinu; en hann seldi þá án vit- undar þeirra Araba nokkrum, sem aptur seldi þá frakkneskum manni, Leo Samat. rikasta kaup- manninum á vesturströndinni. Hann ætlaði að senda þá á opnu skipi eitthvað lengra suður með ströndinni. Þeir voru þegar settir í þrælahlekki. Vindurinn varð nú samt óhagstæður, formaðurinn fyrir bátnum varð veikur og svo lágu þeir í bátn- um í þrjú dægur. Eina nótt, þegar varðmennirnir sváfu, þá gátu þeir nað af sjer hlekkjunum. En svo varkárir sem þeir voru, þá varð þeim þó á, að kasta verk-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.