Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Qupperneq 47

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Qupperneq 47
46 HEIMILISVINURINN aldrei sjeð neitt eins hvítt, segir hann. Hann ætlaði að reyna að róa að því, en báturinn var helzt til seinfara, og í sama bili vaknaði hann. Hann varð órólegur út af draumnum. En þegar hann svo gengur út daginn eptir, eins og til að ga að þessu yndisfagra skipi, þá sjer hann norska fánann blakta yfir húsi trúboðans, en úti fyrir lá trúboðaskipið Éliezer. Upp frá þeirri stundu hefur hann aldrei vanrækt að sækja guðsþjónustu, nema lögmætfor- föll hafi bannað. Hann var skírður 23. jan. 1879 og heitir síðan Jósep.------- Nú eru mörg ár liðin síðan. Ef þú ferðaðist tii Betel og virtir fyrir þjersmáu, hvítklæddu hópana, sem streyma til kirkjunnar sunnudag eptir sunnu- dag, þá myndir þú fljótt koma auga á hávaxinn svertingja, sem býður góðan þokka, með konu og sjö börnum þeirra. Og ef þú spyr, hver það sje, þá færðu að vita, að það sje Jósep, svarti þræll- inn, sem einu sinni var svo illa haldinn. Ef vjer göngum í kirkjuna, og setjumst upp í kórinn, þá veit jeg þú játar, að það er fögur sjón að sjá nið- ur yfir Þessi svörtu andlit, sem gægjast út úr hvíta þjóðbúningnum. Jósep er meðhjalpari. Hann heldur bænina alvarlega og innilega, svo bænar- andinn kemur yfir oss líka. Að áliðnu kvöldi göngum vjer til Betaníu, og heyrum, þegar vjer erum að ganga þar frani hjá húsi einu, að þar er maður að biðja svo hjart- næmilega, að vjer hljótum að nema staðar við HEIMILISVINURINN 47 dyrnar, til að sjá, hver það er. Það er Jósep með hópinn sinn, og er að halda kvöldbænir. Ef vjer svo göngum daginn eptir til skóla- húss í Betaníu, þá hittum vjer Jósep þar; þar er hann að segja börnunum frá frelsaranum, svo barnslega og einfaldlega eins og honum er lagið. Hann hefur nefnilega gengið á kennaraskóla og er kennari. Heimilið hans sjálfs er líka friðarheim- kynni,því að kona hans Rebekka er sannkristin kona. Ef þú spyr, hvað valdið hafi svo mikilli Þreytingu, þá er ekki öðru til að svara, en þessu: Það er fagnaðarboðskapur Krists. Það eru til nokkrar sannanir fyrir því, hvern- 'g guðs andi var yfir honum til að aga hann. Einu sinni var hann lengi þunglyndur; það ljek aldrei bros á vörum hans, eins og vant var. Hvað gekk að honumf Einu sinni kom hann inn í skrif- stofuna til mín. „Sjáið þjer, hjerna er dálítið, sem hefur kvalið mig svo mikið«, sagði hann og tók UPP hjá sjer gamlan, rj'ðgaðan hníf og hurðar- jám. sjárnið hafði jeg með mjer frá rústunum á gömlu stöðinni og hnífinn úr garði verzlunarum- hoðsmannsins. Þetta hefur legið hjá mjer í öll þessi ár (minnst 13 ár). Hvað á jeg að gjöra við það?« Já, þetta var nú ekki eyris virði allt sam- an, en það lá þungt á samvizku hans. Jeg tók því við þessum munum og geymdi þá til minn- "'gar um vakandi samvizku, og hann gekk burt fra mjer, huggaður af orðum fyrirgefningarinnar.

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.