Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Page 36

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Page 36
Kjarnorkuhermaður. Óttinn við kjarnorkustríð kemur m. a. í ljós í búningi hermannanna. Hér sést svissneskur hermaður, sem hefur klœðst slíkum varnarbúningi. Frakkinn er úr nylon, hanzkar og stígvél úr gúmmí. Hann heldur á tæki, sem mælir styrkleika kjarn- orkugeislanna. Undirbúningur fyrir Lúsíudaginn. Svíar halda Lúsíudaginn hátíðleg- an og er það ævaforn siður. Sænskar konur hafa nóg að starfa við að undirbúa þessa hátíð. Hér á mynd- inni fyrir ofan sjást ungir sænskir nemendur í skóla í Hamborg vera að búa til margs konar góðgæti fyrir Lúsíudaginn. ekki að álasa mér fyrir það. Ég tók mér bessaleyfi til þess að rannsaka hann í fjarveru yðar. Og ég get sagt yður, að þér eyðið tíma yðar til ónýtis. Hann hrökk í kút, eins og hún hefði lesið dauðadóm yfir honum. - Ég lít á það á vísindaleg- an og raunsæjan hátt. Hann er með heilabólgu. Vesalings gamla mannsins bíður aðeins kirkjugarðurinn. Engin lyf, sem þér gefið honum, gera neitt gagn. - Hvers vegna segið þér þetta? - Ég tala af vísindalegri þekkingu — og sem vinur yð- ar. Já, ég veit mæta vel, hvað þér hafið gert, sett saman lið- ina og haldið í honum lífinu með lyfjum og nákvæmri hjúkrun dag og nótt. Það er lofsvert. En það kemur ekki að neinum notum. Það bezta, sem þér gætuð gert fyr'r hann, væri að fara héðan og lofa honum að deyja í friði. Hönd hans, sem hélt um mæliglerið, titraði lítið eitt. Þér eruð harðbrjósta, Anna. - Er annað hægt í þessu til- felli? Rödd hennar skalf. Nú verðið þér að hlusta á mig og reyna að sjá hlutina í réttu ljósi. Það var nógu slæmt, að þér skylduð sleppa því tæki- færi, sem yður bauðst til þess að ræða við framkvæmda- nefndina. En það stappar nærri sjálfsmorði, að þér skuluð hafa verið fjarverandi frá stofnun- inni í fimm vikur. Ég þarf víst ekki að segja yður, að Over- ton hefur hagnýtt sér fjarveru yðar. Ég gerði, hvað ég gat, bar fram afsakanir yðar vegna [34] hjá Lee prófessor og sagði nefndinni frá fjarveru yðar á eins sannfærandi hátt og mér var hægt. En nú — nú gagna engar afsakanir lengur. Um- sækjendurnir eiga sjálfir að koma til viðtals á morgun. Er yður það ljóst? Það liggur bréf viðvíkjandi því heima hjá yð- ur. Valið fer fram á morgun klukkan þrjú! Hún lagði áherzlu á hvert orð, eins og hún væri að tala við barn. Þér verðið — þér megið til með að koma! Á morgun, klukkan þrjú! Hann setti tappa í flöskuna, sem hann stóð með, og setti hana frá sér upp á hillu. Svo sagði hann hægt: - Já, ég reyni að sjálfsögðu að koma. En ég get ekki lof- að því. Þér vitið, að það er siðferðileg skylda mín að vera hér á meðan nokkur von er. Murdoch mundi hafa hegðað sér þannig undir svipuðum kringumstæðum. Hann sveikst aldrei undan merkjum. Hún horfði ergileg á hann og beit á jaxlinn. - Þetta er síðasta tækifærið! Ég hef sagt yður, að það er engin von, og þér, sem eruð æfður sjúkdómafræðingur . . . Hann sneri sér að henni. - Það eru viss atriði í lækna- vísindunum, sem ekki verða rannsökuð til fulls í tilrauna- glösum. Þetta er eitt þeirra. Læknir á aldrei að gefa upp alla batavon, fyrr en sjúkling- urinn er liðið lík. - ó, þetta er þvaður! Hún var æstari en hann hafði nokkru sinni fyrr séð hana. Ef við eigum að ræða slíkt efni, munduð þér þá ekki vera í skuld við mig? Hvers vegna H EIMILI SBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.