Heimilisblaðið - 01.12.1963, Page 11
1
Smásaga eftir C. B. Detla.
„Það er brjálæði, öldungis óðs manns
æði að kasta svo miklum peningum í slíkt.“
Jonas Stryg forstjóri gekk aftur og fram
um dagstofugólfið og púaði vindilinn sinn
æfur af reiði.
„Má ég spyrja — “ Frú Stryg leit upp
frá skrifpúlti sínu. Það var þakið árituð-
um boðskortum, og önnur slík kort, sem
enn voru óskrifuð, stóðu í bunka við hlið-
ina á hinum. „Viðhefurðu orðið slíkt um
brúðkaup sjálfrar dóttur þinnar?“
„Ég segi, að það sé tilgangslaust, full-
komlega heimskulegt og með öllu óforsvar-
anlegt, að fleygja fimmtán eða tuttugu
þúsundum út fyrir eina einustu matar-
veizlu, bara vegna þess að ...“
„Bara vegna þess að einkadóttir þín er
að ganga í heilagt hjónaband í fyrsta —
og vonandi síðasta — sinn. Auk þess sem
þú ferð með ýkjur. Hvernig ætti þetta að
fara upp í tuttugu þúsund?“
Jonas Stryg nam staðar, tók upp vasa-
bókina sína, fletti í henni og las upphátt:
»>Hundrað tuttugu og fimm málsverðir á
hundrað og tíu krónur hver gerir þrettán
búsund sjö hundruð og fimmtíu krónur.
Þetta er fyrir matinn einan og vínið með
honum. Þá er alls ekki talinn með kokk-
teillinn. Hundrað tuttugu og fimm kokkteil-
ar á þrjár krónur hver gerir þrjú hundruð
sjötíu og fimm krónur. Þá er ótalinn hljóð-
íærasláttur undir borðum. Hljómsveit
Éreddys kostar um klukkutímann hvorki
nieira né minna en ...“
>>Æ, hlífðu mér, hlífðu mér.“ Frú Stryg
stakk fingrunum upp í eyrun. „Eða ætl-
ai'ðu kannski líka að telja upp, hvað fata-
Seymslan kostar, eða hvað?“
>»Ja, því ekki það? Það fylgist allt að.
á hka eftir að reikna sígaretturnar og
vindlana. Þetta verður aldrei undir átján
Púsundum með þjórfé. Og það á þessum
tímum...“
Érú Stryg sneri sér aftur að boðskort-
unum, hin rólegasta. Hr. og frú Stryg
bidja yður að... „Þú veizt ofur vel,“ sagði
hún, „að við komumst ekki hjá þessu. Lísa
verður að fá sómasamlega giftingu. Eða
hvað heldurðu ekki, að Jemmer hafi mátt
leggja út við brúðkaup dóttur sinnar! Þar
var hálft annað hundrað boðsgesta, en fjöl-
skyldan er líka óvenju stór. Og silfurbrúð-
kaup Gansels-hjónanna, eitthvað hefur það
kostað! Maður kemst ekki hjá kostnaðin-
um, ef það á að fara vel úr hendi. Hugsaðu
þér líka, hvað þetta er mikil auglýsing
fyrir fyrirtækið þitt. Það verður talað um
veizluna í blöðunum. Það verða birtar
myndir úr henni á baksíðum þeirra. Ég
fullvissa þig um, að sá kostnaður á eftir
að bera margfaldan ávöxt.“
„Ja, svei!“ gegndi Stryg forstjóri. „Hvað
ætli maður fái svo sem í aðra hönd, ef
maður horfir raunsætt á hlutina? Tengda-
son, sem ekki getur séð fyrir konu sinni.
Ég verð að punga út með að minnsta kosti
fimm þúsund á ári, ef þau eiga að skrimta
— ef það þá hrekkur til, sem það gerir
víst varla, ef ég þekki dóttur mína rétt.
Já, það er aldeilis margfaldur ávöxtur, eða
hitt þó heldur!“
Frú Stryg leit upp og mælti í hátíðleg-
um tóni, sem hún var vön að bregða upp
við fermingar og önnur slík tækifæri: „En
hefur ástin þá ekkert að segja? Á í raun
og veru að meta allt til peninga ? Hugsarðu
ekki um tilfinningar barnsins? Hamingju
tveggja ungmenna ...“
„Æ, góða vertu ekki að þessu!“ Jonas
Stryg staðnæmdist og stóð allgleitt, um
leið og hann virti fyrir sér vindilstúfinn,
sem hann hélt á. „Hvað ætti að vera því
til fyrirstöðu, að þau gætu elskazt, þrátt
fyrir allt og allt? Þarf nauðsynlega að
sanka saman hundrað og fimmtíu manns
og háma í sig sjö eða átta rétti, vegna þess
að tvö ungmenni ætla að fara að búa undir
sama þaki? Hvað á allur slíkur fyrirgang-
ur að þýða ...?“
„Jonas! Hvernig er það eiginlega sem
þú talar um hjónabandið?“ Rödd frúar-
innar skalf. „Þú ert karlmaður, Jonas,“
bætti hún við í spaklegum tón, „og þú skil-
ur ekki, hvílíka þýðingu það hefur fyrir
unga stúlku, að upphafið á hjúskap hennar
^Eimilisblaðið
231