Heimilisblaðið - 01.12.1963, Síða 36
Læknirinn varð aftur hugsi, en svaraði
svo brosandi: „Jú, ég gæti ábyrgzt það.“
„Ágætt! Þá legg ég fyrir yður áform
mitt.“
Henry þagði andartak og hugsaði sitt
mál. Hann vissi, að hann varð að forðast
margar gildrur.
„Fyrir hálfum mánuði hafði ég ekki séð
ungfrú Kerlon,“ sagði hann, „en viku síðar
var ég kominn í hringiðu spennandi við-
burða og hafði aðeins eitt markmið í huga,
sem sé að hjálpa ungfrú Kerlon til að kom-
ast yfir réttmætan arf, þrátt fyrir áætl-
anir yðar um að koma í veg fyrir það. En
nú eru aðstæður breyttar. Nú hef ég annað
markmið í huga, og því hljóta peningarnir
að hafa minna gildi. Ég hugsa fyrst og
fremst um stúlkuna ungfrú Kerlon, en læt
erfingjann lönd og leið. Hún verður mér
sjálfsagt ekki þakklát fyrir að tarna, en
við því er ekkert að gera. Andleg og lík-
amleg heilsa hennar og frelsi hennar einn-
ig hafa óendanlega þýðingu fyrir mig, en
auður eða fátækt hafa ekkert að segja.“
Læknirinn kinkaði kolli og virtist skilja
þetta vel, en Henry hélt áfram:
„Eins og þér létuð á yður skilja um dag-
inn og ég einnig hef gefið í skyn, þá er
ég alls ekki á flæðiskeri staddur efnalega.
Auðvitað get ég ekki kallazt ríkur borið
saman við auð hins látna frænda ungfrú
Kerlons. Slikur auður er óþekkt fyrirbrigði
í Danmörku. En ég held, að tvær mann-
eskjur geti lifað sómasamlega af vöxtun-
um af auði, sem væri tíundi hluti af arfin-
um eftir ríka frændann. Þá er ekki reikn-
að með því, að ég gæti unnið fyrir ein-
tiverju. Ég segi yður frá fjárhag mínum,
af því að þér eruð fjárhaldsmaður ungfrú
Kerlon. Áform mitt er sem sé í því fólgið,
að ég gangi að eiga hana fyrir klukkan
sjö í kvöld!“
„Sjáum til!“ sagði læknirinn, að því er
virtist mjög ánægður. „Þetta væri ágæt
lausn á vandamálinu, en hvers vegna hafið
þér ekki sagt þetta fyrr, t. d. þegar ég gaf
yður bendingar í þá átt? Hvers vegna bið-
uð þér með uppgjöf í þessu máli, þangað
til þér voruð orðinn frjáls maður að nýju?“
Sem betur fór var Henry viðbúinn að
svara þessari viðbáru.
„Það er einfalt mál! Til þess gafst ekk-
ert tilefni fyrr, því að ég skildi ekki, hve
alvarlegt ástand ungfrú Kerlon var, fyrr
en ég sá hana í klefanum í gærmorgun. Ég
skildi það þá, að frelsi hennar og hamingja
var í raun og veru það eina, sem skipti máli
fyrir mig. Þegar ég kom til sjálfs mín eftir
þetta heimskulega yfirlið mitt, þá voruð
þér farinn. Ég ákvað þá að gefast upp og
skýra yður frá því, þegar þér kæmuð aftur.
En atvikin höguðu því þannig, að ég gat
flúið, og ég get fullvissað yður um það,
að ég hef notað vel tímann, síðan ég hlaut
frelsi.“
„Einmitt það! Hvernig þá?“ spurði
læknirinn.
„Eins og hér má sjá,“ svaraði Henry og
dró aflangt umslag upp úr vasanum. „Vin-
ur minn Monier notaði gærdaginn til að
útvega nauðsynleg gögn vegna giftingar,
og þau eru hér. Ég og ungfrú Kerlon get-
um gengið í hjónaband, hvar sem er og
hjá hvaða fógeta sem er. Og eins Og ég
sagði, þá sting ég upp á því, að hjónavígsl-
an fari fram í kvöld. Þar sem hún hefur
ekki náð lögaldri í kvöld, þá kemur hjóna-
bandið í veg fyrir það í eitt skipti fyrir öll,
að hún geri kröfu til fjármuna frænda
síns. Þetta er einmitt það, sem þér
viljið. Ég get ekki séð, að þér getið haft
neitt á móti þessu eða hvað?“
„Alls ekki! Mér finnst þetta hreinasta
afbragð," sagði læknirinn. Henry varð feg-
inn þessum undirtektum. „En gleymið þér
ekki einu? Hjónaband er eins og rifrildi.
Það þarf tvo til að koma því af stað.“
Henry hló. „Ég vona það verði ekki rifr-
ildi hvað mig snertir! En ég skil, hvað
þér eigið við, og því spurði ég yður ein-
mitt, hversu fljótt þér gætuð komið ung-
frú Kerlon í eðlilegt ástand. Ég bið yður
að gera það nú þegar, svo að ég geti beðið
um samþykki hennar.“
„Og hvað væri hægt að gera, ef hún
neitaði?“ spurði læknirinn hugsi. „En yður
er kannski kunnugt um það af einhverjum
ástæðum, hvert svar hennar verður?"
„Ó, nei,“ svaraði Henry einlæglega. „Ég
hef aðeins vonir eða áræði, ef þér viljið
heldur nefna það svo.“
Læknirinn brosti elskulega.
256
HEIMILISBLAÐIÐ